Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 160
158
JORÐ
En Rússar hafa einnig hjálp frá útlöndum, aðallega frá
Þýzkaiandi. Allt frá því er framherjar Rauða hersins réðust inn
yfir landamæri Austur-Prússlands liafa Rússar látið greipar
sópa um þá þýzku vísindamenn og iðnfræðinga, sem grunaðir
voru um að hafa fengizt við tilraunir Hitlers með ,,þungt vatn“.
Fyrsta verk Rússa eftir að þeir höfðu tekið Berlín var að slá
hring um Kaiser Wilhelm Institut, en vísindamenn þeirrar
stofnunar höfðu vakið undrun vísindamanna um allan heim
með tilraunum sínurn með úranatóm árið 1939. Hinn gTÍðar-
stóri „kjarnkljúfur", sem stóð í kjallara byggingarinnar, var
numinn á brotit og fluttur austur yfir Uralfjöll, en ekki var
látið þar við sitja, heldur voru vísindamennirnir einnig numd-
ir á brott, þar á meðal eðlisfræðingurinn, barón Manfred von
Ardenne, og fluttir austur á bóginn.
Fyrst var farið með þá til bæjarins Sukhum við Svartahafið,
þar sem þeim var fengið glæsilegt sumarhús til íbúðar. Þeim
var ekki synjað um neitt, hvorki í mat, drykk né öðrum þæg-
indum — með því smávægilega skilyrði, að þeir verðu nokkruin
stundum dagsins til að hjálpa hinum rússnesku starfsbræðrum
sínum, sem fengust við atómsprengjutilraunir í rannsóknar-
stöð skammt fyrir utan bæinn. Atomgrad er nú heimilisfang
margra þessara Þjóðverja og í sumum rannsóknarstofunum í
Kudjemskaja heyrist oftar Þýzka en Rússneska. Meðal þeirra,
sem vitað er með vissu að standa í broddi fylkingar hinna rúss-
nesku kjarnorkurannsókna, eru þeir Binder prófessor og hinn
frægi austurríski starfsbróðir lians, efnafræðingurinn Fried-
lánder.
Þessir Þjóðverjar eru einu mennirnir í Atomgrad, sem ekki
eru kommúnistar, því skilyrðið til þess að komast til kjarn-
orkubæjarins er. að hafa í mörg ár verið meðlimur í Kommún-
istaflokknum. Það er gengið ríkt eftir þessu, svo að jafnvel ætt-
ingjar starfsmannanna eru nákvæmlega prófaðir. Frá æðsta
manninum, Gemkov prófessor, alt niður í götusóparann og skó-
smiðinn, jafnvel vændiskonurnar, eru allir sannfærðir boðberar
fagnaðarerindis þeirra Marx og Lenins.
Og í sannleika þarf brennandi trú á hugsjónina til þess að
gefast ekki upp við hina háskalegu stritvinnu í kjarnorku-