Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 170
168
JÖRÐ
herþjónustu, en hinir, er heima sátu, gátu hvorki fengið vinnu
né sömu hlunnindi og aðrir handa böinum sínum, ef þeir voru
meðlimir í dönsku félagi. 5. Maí 1945 var því félagatalan kom-
in ofan í 2728.
Undir eins eftir styrjaldarlokin hófst hið mikla aðstreymi, en
þegar lengi áður hafði mátt sjá, hvað verða vildi. Síðustu ófrið-
arárin voru þýzkumælandi hermenn úr Suður-Slésvík alvanir
að skrifa heim: Farið nú að læra dönsku. Þegar ófriðnum lýkur,
lendum við hjá Dönum.
1. Janúar 1946 var félagatalan orðin 11801. Hver einstök um-
sókn var vandlega athuguð; enginn fyrrverandi nazisti fékk
upptöku, og frá 1. Febrúar urðu umsækjendur að svara marg-
háttuðum spurningum á eyðublaði. Fyrsta daginn voru fyllt
330 eyðublöð. Nú, — það er nú fyrsti dagurinn! sögðu menn.
En daginn eftir komu ennþá fleiri. Og umsækjendunum
fjölgaði dag frá degi til 8. Febrúar, er þeir urðu 880. Eftir það
dró hægt úr aðstreyminu, en samt er enn þungastraumur. Alls
voru fyrsta missirið látin af hendi 80000 eyðublöð og helming-
ur umsækjendanna samþykktur. Bretar neituðu, til að byrja
með, að viðurkenna upptöku þeirra í félögin, en sendu viður-
kenninguna um leið og þeir sendu hina kunnu „úrslitakosti"
sína. 1. Október 1946 var félagatala hinna dönsku Suður-Slés-
víkur-félaga orðin 60558. — Já, — er ekki von, að maður standi
á öndinni?!
UM ÞÆR mundir, sem endursameiningin fór fram, 1919,
var blómatími fyrir danska Slésvíkur-dagblaðið, Flens-
borg Avis; hafði það þá um 14000 áskrifendur. Á tímabilinu
milli styrjaldanna var nokkur öldugangur á áskrifendatölunni.
Eftir að Nazisminn settist að völdum í Þýzkalandi, var þetta
litla blað hið eina í gervöllu Þýzkalandi, sem ekki var á þeirra
snærum.
Styrjaldarárin voru Flensborg Avis eðlilega mjög erfið og
mér fannst það vel á haldið, að áskrifendur voru enn um 7000
5. Maí 1945. 1. Nóvember s. á. voru þeir um 18000 og eru nú
um 35000. Og fleiri mundu þeir vera, ef Bretar skömmtuðu
ekki pappír svo naumt úr hnefa. Út um allar byggðir Suður-