Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 63
JÖRÐ
61
vorin — en þá er ég víst búinn að gleyma því. Menn ættu að
gleyma öllu, sem ekki er fallegt.
Og vorin, — aldrei gæti ég munað þau öðruvísi en svona, —
°g svona átt þú alltaf að muna eftir þeim. Ef eitthvað annað, —
euthvert ljótt trýni — ætlar að reyna að gægjast fram í svona
fallega mynd, þá áttu bara að segja fokvond: „Uss, — farðu, —
þú átt ekki heima í vorinu mínu.“ — Og þá er það búið. Þá
hverfur það alveg eins og skugginn í ljósinu. — Allt í lagi með
það!------
IV.
N ÉG hefði líka viljað segja þér frá sumrinu. — En það er
nú svo voðalangt ævintýri, — æi- já! Það er víst allt of langt
td þess að ég geti sagt þér frá því núna.
En þú hefur kannski ekki heyrt um áframhaldið af því, —
það er nú ævintýri út af fyrir sig. Það er, skal ég segja þér, um
það þegar haustið vildi endilega fá að giftast sumrinu, (eins og
það væri nú sosem nokkurt vit í því). Og þegar svo þetta dálítið
nnslynda og marglynda haust-tetur áttaði sig á því, að það væri
Éara óttalegur barnaskapur af því, að ætlast til slíks, — veiztu
þá bara hvað það gerði? — Það gerði nú reyndar það, sem var
það lang-lang skynsamlegasta.
Það settist nefnilega bara upp í rauðbleika sparivagninn sinn
eitt blíðrökkvað kvöld og svo ók það í góða veðrinu sínu, með-
ftam allri náttmálabrúninni og alla leið inn í Húmblámaskóg.
Og þar í skógarjaðrinum lagðist það svo bara ósköp rólega nið-
ur og sveipaði um sig gulu laufsilkiskikkjunni sinni, sem er svo
undurmjúk og notaleg. Og góða, fallega kvöldið, sem sat uppi
11 himninum, — breiddi yfir það rósofin trjákrónuteppin sín,
úd gegnumstungin með hvítbláu mánaskini og ísaumuð stál-
hlikandi stjörnugliti. —
Jú, —■ það var ekki amalegt fyrir haustið, því þetta voru allra
fallegustu spariteppin, sem kvöldið átti. Það hafði látið rauna-
niæddu og blíðlvndu saumakonuna sína, liana Rökkurkyrrð,
yefa þau, einmitt handa haustinu, þegar það fréttist að það væri
1 þann veginn að leggja af stað í hina barnalegu bónorðsför.