Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 158
156
JÖRÐ
nánu sambandi við umheiminn. Og ekki eru allir þeir, sem fara
þaðan, jafnþagmælskir. í byrjun voru fréttirnar um Atomgrad
nokkuð þjóðsagnakenndar, svo að efazt var um tilveru hennar,
en smám saman urðu fregnirnar greinilegri og áreiðanlegri,
unz svo er komið, að segja má að bærinn sé nákvæmlega kort-
lagður.
„Þegar maður nálgast Atomgrad í einum liinna fjölmörgu
bíla, sem aka þangað eftir nýlögðum vegum, lítur hún út eins
og námubær,“ segir maður nokkur, sem sjálfur hefur komið á
vettvang. „Óteljandi námugöng virðast liggja inn í fjallshlíð-
arnar, háir borturnar úr stáli rísa upp við grásvarta tinda
Bajkalfjallanna, lyftur og vindur liggja inni á milli geysistórra
rannsókna- og verksmiðjubygginga. En fyrir utan bæinn eru
skálar vinnulýðsins, og eru þeir — eins og fleiri byggingar þar —
þannig gerðir, að rífa má þá niður í skyndi og koma þeim á
hentugri stað, ef þurfa þykir vegna öryggis, eða af öðrum
ástæðum."
í kringum „námurnar" eru öflugar varðstöðvar, og óviðkom-
andi er með ströngum fyrirskipunum bannað að fara fram hjá
hermönnunum, en þeir eru vopnaðir hríðskotabyssum. Nám-
urnar eru ekki annað en blekking, og þær byggingar, sem sjást
ofanjarðar, hafa litla þýðingu. Það eru aðallega birgðageymsl-
ur, vélaverkstæði og bústaðir embættismanna og verkalýðs.
Sjálf kjarnorkuverksmiðjan er neðanjarðar, og fimm inngang-
ar niður í þessi margvíslegu herbergi og sali, sem notuð eru til
kjarnorkutilrauna, eru látnir líta út eins og námugöng.
Flestar tilraunastofurnar, þar sem rannsóknirnar fara frani,
liggja í hálfhring kringum bæinn. Stórkostlegust er Kudjem-
skaja á eystri bakka Lenafljótsins fyrir suðvestan Vitim. Þar
er unnið að því að finna ný geislavirk frumefni, er séu hentugri
en þau, sem nú þekkjast.
í Kudjemskaja vinna 2000 menn, og það er alltaf gríðarmikil
umferð á götunum milli þessara tröílauknu rannsóknarbyg'g'
inga úr steinsteypu, baðhúsanna, túrbínuhúsanna (sem hafa
vélar af þýzkri gerð, framleiddar í Rússlandi), „bragganna >
sem verkafólkið býr í, og hinna óásjálegu skemmtistaða.
Alls vinna um 400.000 verkamenn Sovét-Rússlands í Atom-