Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 74
72
JÓRÐ
dugmestu borgara — á verði gegn slíkum höfundum og ritverk-
um þeirra. Sumar bækur Theódórs Dreisers um rotnun fjár-
málalífsins og hræsnina í siðgæðismálum voru gerðar upptæk-
ar, þar eð hægt var að saka hann um grófgerðar 'lýsingar á sam-
förum karla og kvenna — en slíkt varð ekki fundið Upton
Sinclair til foráttu. Hann var ekki grófgerður í orði, en liins
vegar gátu ádeilur hans verið svo hnitmiðaðar og rökstuddar,
þó að þær væru í skáldsöguformi, að út af bók hans Á refil-
stigum fyrirskipaði Roosevelt forseti hinn eldri réttarrannsókn
og síðan málaferli — ekki gegn Sinclair, heldur auðjörlum
þeim, er voru eigendur hinna miklu sláturhúsa í Chicago. En
þó að armur laganna næði ekki Sinclair, skyldi hann samt ekki
sleppa. Og einn góðan veðurdag 'var svo komið, að hann gat
ekki fengið neinn útgefanda að bókum sínum, og þá er hann
gaf þær út sjálfur, vildu bóksalar ekki selja þær. En Upton
Sinclair gerði sér lítið fyrir og stofnaði til bókaútgáfu
og skipulagði það fyrirkomulag á dreifingu bókanna, að þær
komust út á rneðal fólksins, þrátt fyrir vanþóknun hinna fjár-
málalegu og menningarlegu valdhafa. Eins og gefur að skilja,
var tekið hart á árásum ekki aðeins á siðgæðiskröfur og trúar-
brögð strangtrúarmanna, heldur og á hinar hégómlegustu
kreddur — og jafnt þó að þær brytu í bága við vísindin og jafn-
vel væru reistar á rökum, sem aðeins áttu rætur sínar að rekja
til álíka lestrar og skilnings á Heilagri Ritningu eins og mun
liafa verið til að dreifa á Passíusálmunum hjá kerlingunni, er
fullyrti, að Pétur postuli hefði verið kvæntur og að konan hans
hefði heitið Svella, þar sem séra Hallgrímur segði í sálmi:
Pctur með svcllu sinni
sverðið úr sliðrum dró.
Loks var illa þokkað hjá vörðum siðgæðis og sannrar rnenn-
ingar, að minnzt væri á misrétti það, sem blökkumenn liafa
orðið fyrir í Bandaríkjunum, þrátt fyrir það, að þeir áttu að
heita leystir úr ánauð. Hvaða ástæða var til þess — og það fyrir
rithöfunda hins hvíta kynstofns — að vera að hefja upp kvein-
stafi fyrir hönd Svertingja? Höfðu ekki beztu menn þjóðar-
innar barizt tvísýnni baráttu fyrir frelsi þessa kynþáttar? Höfðu
ekki tugþúsundir efnilegustu sona hinna hvítu manna látið