Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 143
JÖRÐ
141
25 rithöfundum, þar á meðal Jóhannesi úr Kötlum, Jóni úr
Vör og Þórunni Magnúsdóttur. í yfirskriftinni var það tekið
fram, að undirskrifendurnir væru sammála Atos Wirtanen í
því, að ræða Överlands hefði verið skaðleg norrænni samvinnu.
Til skýringar þessu upphlaupi, sem almenningur tæplega átt-
aði sig á, hafði „Dagens Nyheter" þriðja Desember samtal við
Arnulv Överland. Honum fórust þannig orð við blaðið:
— Það, sem ég sagði í ráðhúsinu á laugardaginn, var þetta:
Norræn samvinna getur aldrei orðið að veruleika, ef einhver
aðilanna er bundinn klásúlum frá austri eða vestri. Norska
stjórnin hefur opinberlega tekið þá afstöðu, að Norvegur vilji
ekki tilheyra neinu pólitísku valdakerfi. Og að því er eg veit,
eru sænska og danska stjórnin á sömu skoðun. Þar með er það
opinbert, að norræn samvinna verður markleysa, ef eitt af lönd-
unum er háð einhverri stórveldisblökk, hvort sem þetta er í
austri eða vestri. Þetta hefi ég sagt, en ég sagði það ekki til að
móðga Finnana, heldur til upplýsingar. Það getur varla skaðað
norræna samvinnu, að finnskir rithöfundar fái að vita, hver
stefna hinna Norðurlandanna er. Ef skemmtinefndin hefur ætl-
ast til, að ég héldi innihaldslausa smjattræðu, þá hefur hún hitt
t'angan mann fyrir. Ég tala aldrei á vegum óhreinskiiins hlut-
ieysis, heldur einungis um bað, sem ég hef áhuga fyrir!....
Þvínæst upplýsti Arnulf Överland, að nokkrir þeirra, sem
V;eru undirskrifendur mótmælapistilsins hefðu alls ekki verið
I ráðhúsinu um kvöldið og þess vegna ekki heyrt ræðuna.
Þótti ritstjórn blaðsins þetta einkennilegt otr sneri sér því
td forseta mótsins. Henry Peter Matthis, og spurði. hvort þetta
væri rétt. Svarið birtist í sama blaði og samtalið við Överland,
°K hinn hjartaprúði Henry Peter Matthis, sem var í hópi mót-
ftaslendanna, viðurkenndi, að eftir borðlraldið á „Vár Gárd“,
hefði verið símað til ýmsra rithöfundanna. sem ekki hlustuðu
a Över'land, og spurt, hvort þeir vildu undirskrifa mótmæla-
skjalið.
Þekktur sænskur menntamaður. sem las þetta í „Dagens Ny-
heter“ á undan mér, rétti mér blaðið með bessum orðum: „Sæl-
II eru rétttrúaðir, því þeir þurfa livorki að heyra né sjá!“