Eimreiðin - 01.10.1930, Side 22
326
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
eimreiðin
kastast út til hliðanna. Verði aftur á móti eitthvað á vegi
þeirra, svo sem graftrarkorn eða sýklar (spirochaete), þá
brotnar ljósið á þessum ögnum og þær sjást hvíiglampandi á
svörtum grunninum. Nú er syfilissýkillinn einmitt sterkt ljósbrjót-
andi og sést því ljómandi vel með þessari hugvitsömu aðferð.
Menn sýkjast af syfiiis á þann hátt, að sýkillinn berst inn
um litla, oft ósýnilega sprungu á hörundinu. I litlu fleiðri eða
sári, sem myndast þar, hefst hann svo við í nokkra daga,
berst síðan upp í næstu
eitla, síðan út í blóðið
og rneð því um allan
líkamann.
Sýkingin á sér lang-
oftast stað við snert-
ingu sjúks og heil-
brigðs og þá sérstak-
lega við samfarir karls
og konu (bein smitun).
Algengast er þá, að
frumsárið sitji á eða
nálægt sjálfum kynfær-
unum, enda er húðin
Syfilissýklar í rökkursjá. Þar þunn og viðkvæm
og særist auðveldlega,
en auk þess hafa hin bráðsmitandi útbrot, sem koma fram
seinna í sjúkdómnum, aðalaðsetur sitt á getnaðarfærunum og
umhverfis þau.
Bein smitun getur þó einnig orðið á aðra líkamshluta.
Þannig koma fram sár (chanker) á varir við kossa. Þess eru
einnig mörg dæmi, að læknar, ljósmæður og hjúkrunarkonur
hafa smitast á fingrum við störf sín. Brjóstmæður (konur, sem
taka annara börn á brjóst) sýkjast, ef börnin hafa meðfædda
syfilis, og heilbrigð börn sýkjast af syfilitiskum brjóstmæðrum.
Engin kona skyldi leggja barn sitt á brjóst annarar konu nema
hún sé þess fullviss, að hún hafi ekki syfilis. Til þess þarf
að rannsaka blóð brjóstmóðurinnar. Erlendis, þar sern margar
konur gera sér að atvinnu að selja mjólk sína annara börn-
um, er það skylda, að þær séu undir lækniseftirliti.