Eimreiðin - 01.10.1930, Page 62
AÐ VETURNÓTTUM
eimreiðin
— Sár og kaldur kvíði
klappar nú að dyrum mínum.
Haustsins húm mig lamar,
— hófust löngu fyrir göngur
angurblíðir ómar,
æsku minnar lokasöngur.
Árin líða, Hða, —
lögmál tímans enginn bindur.
Eitt sinn hlýt ég hvítar
hærur, eins og fjallsins tindur.
Haustsins djúpi harmur
heyrist senn í mínum tónum. —
O, að væri’ ég orðinn
aftur barn að vaða f snjónum.
Æskan kvíðir engu,
aðeins hlakkar til — og bíður,
þráir aldrei aftur
augnablikið hvert, sem líður.
Daprir gerast draumar. —
Drúpa freðnir bæja-stafnar.
Mýs og ormar undir,
— yfir flögra svartir hrafnar.
Uti stráin ýla,
— inni smýgur hlóða-reykur.
En í hverju horni
húmið sér við kuldann leikur.
Situr alt í sorgum,
— sárt er mér um hjartarætur.
Hveðst ég á við kvíðann,
— komið undir veturnætur.
Má ég, elskan unga,
ylja mér í faðmi þínum?
Hveiktu ljós og legðu
lítinn dreng að vanga mínum!
Jóhannes úr Kötlum.