Eimreiðin - 01.10.1930, Page 71
eimreiðin
TVÖ KVÆÐI
375
Sér ástin lék við augu og varir,
— það æskan þekti skýjafar. —
En þeim má enginn himni halla,
þá hrynja allar stjörnurnar.
Við stjörnuhröp, í Gríðar gjósti,
mér glatast hefur draumurinn. —
Ég hljóður sit, — sem mál er misti
við mansöng áður lævirkinn.
„Hættu að vígja".
(Sjá íslenzkar þjóðsögur).
Að þjóðrækni minni brosa börn,
og búendur flytja enskra vörn.
— En ég á þó marga vígða von,
sem vígði hann Gvendur Arason.
Þótt »hættu að vígja« heyrist enn
og hér ráði tröll, en ekki menn. —
Hjá Drangeyju hlaut ég dvalarstað,
og Drottinn helgaði æfivað.
Ég veit, sú bjargey á vígðan þátt,
ég veit, að tungan á helgan mátt. —
Ef glepur þau hugðmál Gellivör,
ég geld ’enni hiklaus norræn svör.
Ef smá þeir hér ættararfinn minn,
á enskuna benda — og dollarinn, —
í vígðu bergi ég vígi finn,
sem vinnur ei sjálfur andskotinn.
Svo þaulvígð er íslenzk þjóðlífs taug,
að þrautir Drangeyjar reynast spaug.
Mér sveðjan né loppan ægja ei. —
Ég íslenzkur maður lifi og dey.