Eimreiðin - 01.10.1930, Page 103
eimreiðinj
BIÐIN
407
>Hún er komin«, sagði hún með titrandi röddu. Loksins
barnið okkar komið*.
En Vvonne lá grátandi á hnjánum við hlið föður síns.
»Getið þið fyrirgefið mér?« stundi hún. »Nú yfirgef ég
ykkur aldrei framar«.
Oldungurinn brosti, og hann hélt fast um hendur hennar,
eins og hann væri hræddur við að missa hana aftur. Hann
heyrði ekki spurningu hennar, því að hann tautaði í sífellu:
»Hvað þú varst góð að koma. En hvað þú varst góð«.
Vvonne tók nú fyrst eftir því, að fiðlan lá brotin á hnjám
hans.
»En fiðlan þín, pabbi!« hrópaði hún, »gamla fiðlan þín
er brotin*.
Bros öldungsins var undarlegt, eins og bros þeirra manna,
sem lengi hafa búið yfir hörmum. Anna hallaði sér niður að
^óttur sinni og þrýsti henni að sér.
Gamli orgelspilarinn strauk höndunum um hár þeirra, og
hann tautaði:
»Fiðlan mín var það dýrmætasta, sem ég átti að undan-
skildum ykkur tveim. Hún ein gat flutt boð frá mér, blind-
iim og farlama manni, til þín, Vvonne. Hún hefur unnið það
hlutverk. Hún hefur gefið mér þig aftur. Hennar starfi
var lokið«.