Eimreiðin - 01.10.1930, Page 110
414
FRÁ LANDINU HELGA
EIMREIÐIN
Gráfmúrinn í Jerúsalem.
Múr þessi er talinn að vera leifar hins forna musteris Salómós.
Og að svo hafi verið einnig í fornöld, sýna þessi orð úr
Gamla-festamentinu, þar sem sagt er frá köppum Davíðs og
afreksverkum þeirra: Þá þyrsti Davíð og hann sagði: Hver
vill sækja mér vatn í brunninn í Betlehem, sem er þar við
hliðið (II. Sam. 23,15). Göfur borganna eru víðast þröngar
og fornlegar, og fólkið klæðist þjóðbúningum æfagömlum.
Sumir þeirra eru allskrautlegir, einkum búningar kvennanna.
íbúatala Palestínu er um 760 þúsundir, en þar af eru þrír
fjórðu hlutar Múhameðstrúarmenn. Gyðingar og kristnir menn
eru álíka fjölmennir í landinu og hafa oft sætt alltniklum
ágangi frá Múhameðstrúarmönnum. Er skamt síðan að deila
reis með Múhameðstrúarmönnum og Gyðingum út af þvv
að hinir fyrnefndu ætluðu að varna Gyðingum aðgangs að
grátmúrnum svonefnda í Jerúsalem. En þar hafði verið sam-
komu- og bænastaður þeirra öldum saman, og þar gráta
þeir enn í dag hið hrunda musteri. Sættir komust þó á fynr
milligöngu Englendinga, sem Þjóðabandalagið hefur falið yfir-
umsjón með Gyðingalandi, síðan 25. apríl 1920.
Þrjár eru þær borgir í Gyðingalandi, sem minnisstæðastar