Eimreiðin - 01.10.1930, Page 118
eimreiðin
Frændi.
Þig vissi ég jafnan á stríðsins strönd,
við stritið þrotlaust, með sama geði,
með þreytu í baki og hnýtta hönd,
en hugann fullan af ást og gleði.
Frændi, ég kem eins og kotungsson
í konungsins stóru borg
— í eldgömlum æfintýrum —
og undrast hallir og torg.
Hvað krapt sem það stóð, hvað kalt sem það hló,
hver kraftaníðsla sem reyndist þfn vinna,
sigurtrúin í sál þinni bjó,
og svipur þinn fanst mér jafnan minna
á átthagans tign, er ann ég mest,
við öræfafjöllin blá,
þar brosir í bliknuðum haga
beitilyngsstjarna smá.
í hjartanu mörgum höldum sveið
við hrjósturyrkjuna kröfufreku
í einvígi hörðu við hungur og tteyð,
með höndina krepta um pál eða reku.
í vonlausu stríði dag eftir dag
er draumum viðkvæmum hætt.
Þar glatast svo mikið af góðu.
Hvað getur þær raunir bætt?
Frændi, með þvíltk fúamein
flý ég til þín inn í moldarbæinn.
Ó, lána þú mér þann leiðarstein,
sem leiddi þig heilan um grjótið og snæinn.
Þvf ekkert ég vissi svo voldugt sem það,
er verkamaður þreyttur og sár
brosir við brautarenda
og blessar hin liðnu ár.
Guðmundur Böðvarsson.