Eimreiðin - 01.10.1930, Side 121
EIMREIÐIN
RAUÐA DANZMÆRIN
425
bessi aðferð reyndist of hættuleg í Frakklandi, því allar slíkar
auslýsingar voru sendar lögreglunni áður en þær voru birtar,
en á Englandi voru blaðamennirnir sjálfir mjög á verði fyrir
öllum grunsamlegum auglýsingum og gerðu ótilkvaddir lög-
reglunni aðvart til að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Um
emn njósnara er það kunnugt, að hann auglýsti mikið í »kaup-
°9 sölu«-dálkum blaðanna og kom þar fyrir kænlega duldum
uPplýsingum um brezk herskip og ferðir þeirra. Aðferðin hafði
s>na kosti. Þegar yfirmaður njósnaranna þurfti á upplýsingum
aÖ halda, þurfti hann ekki annað en að lesa blöð óvinanna.
En aðferðin gat líka haft sína ókosti. Stundum kom það fyrir,
að rangar upplýsingar komu í blöðunum, af því að spæjarinn
Var sjálfur úr sögunni og kominn í varðhald, en lögreglan
hafði tekið við starfi hans.
Fáum dögum áður en árásin skyldi hafin á Chemin des
Dames herlínunni hvarf Mata Hari frá líknarstarfinu í Vittel
°9 tók aftur upp sitt fyrra líferni í París. Það fyrsta, sem hún
gerði eftir að hún kom til Parísar, var að heimsækja sendi-
herra Hollands í Frakklandi.
A ófriðarárunum var allur útlendur blaða- og bréfapóstur
kyrsettur í fjóra daga. Sá tími var síðan notaður til að rannsaka
^vort nokkuð fyndist varhugavert. Vegna hins stranga eftirlits
Irom það ekki ósjaldan fyrir, að sendiherrar erlendra ríkja voru
öeðnir að koma þýðingarmiklum einkabréfum til skila og fá
^Vrir þau undanþágu frá því að vera opnuð og rannsökuð.
Ef til vill var bréfið frá einhverjum mikilsháttar iðjuhöld, eða
ef til vill var það móðir, sem vildi koma mikilvægu einkabréfi
hl dóttur sinnar í öðru landi. Svo mikið var víst, að væri
'öjuhöldurinn nægilega efnaður eða móðirin nógu fögur og
^öfrandi, þá gat það komið fyrir, að sendiherra léti tilleiðast
aö veita bréfritaranum þá vernd, sem embætti hans heimil-
aöi honum.
Það var nú einmitt í slíkum erindagerðum sem Mata Hari
fór að finna hollenzka sendiherrann. Eftir stutta samræðu á
emkaskrifstofu hans tók háttsettur embættismaður að sér að
koma bréfi til dóttur Mötu Hari í Hollandi. Þetta hafði verið
9ert áður, svo lítið munaði urn þótt það væri leikið aftur. Ef
^ vill hefur hinn stimamjúki sendiherra talið sér siðferðilega