Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 122

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 122
426 RAUÐA DANZMÆRIN EIMREIÐIN skylt að koma áleiðis til saklausrar dóttur ráðleggingum móður, sem þekti heiminn eins vel og Mata Hari gerði. Að minsta kosti er eðlilegt að skoða þennan greiða sendiherrans eins og líknarverk, því hann var alls ekki óvinveittur Frökkum. En áður en þetta gerðist, höfðu Frakkar komist að því, að sumar sendisveitirnar í París misnotuðu réttindi sín, og höfðu þeir því sett menn til höfuðs þeim sendisveitum, sem grunaðar voru um græzku, en meðal þeirra var hollenzka sendisveitin. Þegar Mata Hari bað fyrir bréf sitt, var fyrir á sendisveitar- stöðinni þaulvanur leynilögreglumaður, sem hafði það hlutverk með höndum að rannsaka allan póst sendisveitarinnar. Hann vissi um álit það, sem II. deild hafði á Mötu Hari og ákvað að opna bréf hennar, tók afrit af því og fékk afritið í hendur sérfræðingum til rannsóknar. Bréfið sýndi, hve vel Mata Hari hafði leikið hlutverk Delílu í gervi Maríu Magdalenu. í því voru afarþýðingarmiklar upplýsingar um franska njósnara og tilraunir þeirra tii að komast að því, sem gerðist bak við herlínu Þjóðverja. Þjóðverjar höfðu orðið þess varir, að franskir njósnarar komust öðru hvoru inn fyrir þýzku herlínuna, en það var þýzka njósnarliðinu hreinasta ráðgáta, hvaðan og hvernig þessir frönsku njósnarar komu. En einn góðan veðurdag var gátan ráðin. Stúlka ein, sem var vel þekt í Brússel undir nafninu Angále, hafði flúið þaðan, þegar Þjóðverjar tóku borgina, en fyrir fortölur Bandamanna hafði hún fallist á að hverfa aftur til Brússel og starfa þar sem njósnari fyrir Englendinga. En síðar snerist hún í lið með Þjóðverjum, og þegar þýzku liðs- foringjarnir í Brússel heyrðu sögu hennar, varð þeim meira en lítil forvitni á að fá að vita, hvernig hún hefði sloppið í gegnum herlínu þeirra og til Brússel aftur. Hún skýrði þá frá því, að hún hefði verið flutt í flugvél yfir herlínuna og stokkið með fallhlíf út úr flugvélinni, er yfir línuna var komið. Þessar upplýsingar vörpuðu Ijósi yfir þá ráðgátu, sem þýzka njósnarliðið hafði verið að glíma við. Nú varð það alt í einu Ijóst, hvernig njósnarar Bandamanna komust inn fyrir þýzku herlínuna. Bandaríkjamenn munu fyrstir hafa notað þá aðferð að lenda njósnurum úr flugvélum á hersvæði óvinanna. Það mun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.