Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 35
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR reyna að halda valdinu í höndum fagstjómenda þegar sveitarstjórnir gefa það frá sér til hæstbjóðenda. Það er mat höfundar að stjómendur gmnnskólans séu í erfiðustu stöðunni í þessari orðræðu. Margir hafa bent á að menningin innan gmnnskólastigsins sé ekki eins karllæg" og á efri skólastigum og því megi gera ráð fyrir annars konar átökum þar en á efri skólastigum. Fróðlegt var að bera orðræðuna um árangur í grunnskólum saman við orðræðuna í leikskólum, þar sem krafan um árangur er enn að mestu takmörkuð við fjármál og rekstur. Samkeppni um árangur leikskóla á samræmdum prófum er ekki til staðar. I leikskólanum er einnig meira af ófaglærðu starfsfólki sem ekki er eins sterkur þrýstihópur og kennarar. Að auki má benda á umræðuna í samfélaginu um að grunn- skólinn þurfi að laga sig að breyttu þjóðfélagi, m.a. með lengdri viðveru vegna vinnu for- eldra og aukinni áherslu á árangur, samanber alþjóðleg samanburðarverkefni eins og t.d. TIMSS. Þetta mætir vissri andstöðu kennara þannig að stjórnendur grunnskólans eru eins og milli steins og sleggju með andstæðar kröfur frá samstarfsfólki annars vegar en foreldrum og yfirvöldum hins vegar. Búast má við að þessi átök verði enn meiri ef ár- angur nemenda á samræmdum prófum verður tengdur beint við fjármagn til rekstrar. Þá er hætta á skýrari árekstrum á milli uppeldis- og jafnréttissjónarmiða annars vegar og áherslunnar á skilvirkni og árangur hins vegar og að átökin sem stjórnendur upplifa nú verði áþreifanlegri hjá kennurum líka. Vísi að þessu má ef til vill sjá í því að samræmd próf eru ekki lengur skylda í 10. bekk, samanber athugasemdir Fríðu um að sú stefna komi sér betur fyrir meðaltöl skóla en viðkomandi einstaklinga. Þetta samrýmist ábend- ingum fræðimanna um að „val" undir yfirskini frelsis henti sjónarmiðum árangurs- stjómunar, en virki í raun sem val til námsaðgreiningar og misréttis (Apple, 1995). Önnur meginspuming greinarinnar er um það hvemig áhrif kyngervis birtast í orð- ræðunni um stjómun og að hve miklu leyti þau áhrif em samhljóma eða aðstæðubund- in eftir skólum eða skólastigum. Við fyrstu sýn virðist orðræðan um kyngervi við stjóm- un menntamála mjög margbreytileg og veita margskonar möguleika til athafna. Minnsti sveigjanleikinn virðist á eftirfarandi sviðum, þar var orðræðan samhljóma: útlit og klæðnaður verður að vera innan tilskilinna marka, konur verða að vinna meira eða vera betri en karlar fyrir sömu viðurkenningu og láta vinnuna ganga fyrir öðm, m.a. „ljúfum" skyldustörfum eins og að sinna fjölskyldu og vinum. Þá nefndu flestar að þær notuðu fremur mildan eða óbeinan stjómunarstíl. Það samræmist rannsóknum sem benda til að varasamt sé fyrir konur að nota of beinan stíl, einkum ef hann er skipandi eða valds- mannslegur, þó að það gangi fyrir karla við sömu aðstæður (Eagly o.fl. 1990,1992). Kon- an verði aldrei ein af strákunum og verði að finna nýjar leiðir til að blómstra og ná ár- angri. Konurnar verði oft að vera „afbrigðilegar" sem konur til að uppfylla væntingar sem leiðtogar og stjórnendur. En um leið verða þær líka „afbrigðilegir" stjórnendur, eða með orðum Dorothy Smith: Konur finna bresti (fault lines) stofnana, þær sjá muninn á milli þess sem þær eiga að reyna samkvæmt hefðinni og þess sem þær reyna í raun (Schmuck, 1996,356). Þessi athugun sýnir glöggt að kvenstjórnendur finna þessa bresti missterkt, sumpart vegna mismunandi reynslu, lífssýnar og stofnanamenningar að mati höfundar. Orðræðan um kyngervi virðist á yfirborðinu vera áhrifamikil fyrir störf sumra kven- stjórnenda en ekki annarra. Ahrifin eru mikilvæg og aðallega jákvæð fyrir Önnu, Dóru, 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.