Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 52
STARFSANÆGJA OG
STJÓRNUN
LEIKSKÓLUM
Valdir voru þrír leikskólar á Reykjavíkursvæðinu og við það val notað ásetn-
ingsúrtak (Cohen og Manion 1994). Það sem réði vali mínu á leikskólunum þremur
var að ég hafði heyrt umræður í leikskólakennarastétt um að þar færi fram gott starf
og/eða væri góð stjórnun. Ég Iagði einnig áherslu á ákveðna fjölbreytni (diversity) í
vali mínu á leikskólunum til að geta skoðað rannsóknarefnið út frá sem flestum hlið-
um (Bogdan og Biklen 1994:69). I tveimur leikskólanna voru leikskólastjórar með
framhaldsmenntun í stjórnun. Hlutfall fagfólks var mishátt eða frá tæplega 40% þar
sem það var lægst til um 65% þar sem það var hæst. í einum leikskólanna hafði
stöðugleiki starfsfólks verið mikill í mörg ár, hinir tveir höfðu ekki starfað í jafnlang-
an tíma. I öðrum þeirra höfðu þó margir starfað alveg frá upphafi en í hinum verið
tíð skipti á fólki og lítill stöðugleiki náð að myndast.
Ég var í u.þ.b. þrjár vikur í hverjum leikskóla og fór gagnasöfnun fram með vett-
vangsathugunum og viðtölum. Alls staðar ræddi ég við aðstoðarleikskólastjóra, leik-
skólakennara og leiðbeinendur til að fá sem mesta breidd og fjölbreyttasta lýsingu á
skynjun þeirra á starfsánægju og stjórnun. Einnig ræddi ég við leikskólastjórana um
stjórnunaráherslur þeirra. Viðmælendur urðu alls 28, þ.e. 3 leikskólastjórar, 3 aðstoð-
arleikskólastjórar, 12 leikskólakennarar, þar af 7 deildarstjórar, 1 grunnskólakennari
og 9 leiðbeinendur. Viðtöl voru því höfð við 19 faglærða og 9 leiðbeinendur, allt kon-
ur. I fyrstu viðtölunum var stuðst við ákveðnar spurningar en með auknu öryggi
voru spurningablöð lögð til hliðar og viðmælendur réðu í auknum mæli ferðinni.
Akveðinna spurninga var þó spurt í öllum viðtölunum en jafnframt tóku viðtölin
mið af hlutverki viðmælenda innan leikskólans.
Við greiningu gagna var beitt sífelldri samanburðaraðferð.6 Greining gagna fór
að hluta til fram samhliða gagnaöflun. Kastljósinu var beint að þeim þáttum í hverj-
um leikskóla sem vöktu sérstaka athygli, einkum ef þeir viku frá því sem áður hafði
borið fyrir augu og eyru. Akveðinni atburðarás eða málefni var fylgt, t.d. frá undir-
manni á deild til leikskólastjóra, og málið skoðað út frá öllum hugsanlegum hliðum
til að skilja hvað um var að vera (Strauss og Corbin 1990). Viðfangsefnið var þannig
þrengt að ákveðnu marki á meðan á rannsóknarvinnunni stóð. Að gagnasöfnun lok-
inni var hafist handa við að flokka gögnin á grundvelli rannsóknarspurninga og efn-
isþátta sem fram komu í viðtölunum.
NIÐURSTÖÐUR
Við greiningu gagna beindist athyglin annars vegar að því að finna hvað fælist í
starfsánægju starfsfólks og hins vegar að setja hugtök á þær stjórnunaráherslur sem
starfsfólk taldi að ýmist stuðluðu að eða drægju úr starfsánægju þess. Greining á
þessum þáttum fór fram samhliða og hægt og bítandi sá greinarhöfundur ákveðin
mynstur og tengsl. Hér á eftir er gerð grein fyrir þessum niðurstöðum.
Starfsánægjan
Það sem veitti starfsfólki, jafnt faglærðum sem leiðbeinendum, mesta ánægju var að
sjá árangur í starfinu með börnunum á grundvelli eigin frammistöðu, eða að ná per-
sónulegum árangri.
Skýrustu staðfestinguna á árangri fékk starfsfólkið þegar það sá börnin taka
50
6 Þýðing á hugtakinu „constant comparative method", sjá m.a. Bogdan og Biklen
(1992:72-75); Rannveig Traustadóttir (1994:291); Strauss og Corbin (1990); Glaser og
Strauss (1967).