Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 65

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 65
GERÐUR G. Ó5KARSDÓTTIR o.fl. un og kröfum um færni í 100 almennum störfum sem nefnd hefur verið Færnikröf- ur starfa (Gerður G. Óskarsdóttir og Hildur B. Svavarsdóttir, 2000). Hér verður lýst samanburðarrannsókn í fjórum löndum á þróun og kröfum um færni í störfum sem ekki krefjast sérmenntunar úr skóla. Könnuð voru 20 störf í hverju af löndunum fjórum: Islandi, Frakklandi, Grikklandi og Italíu.2 Störfin voru á sviði framleiðslu, þjónustu og viðskipta.3 Á íslandi lágu fyrir rannsóknarniðurstöð- ur um 80 störf til viðbótar úr rannsókninni Færnikröfur starfa og byggði samanburð- arrannsóknin sem hér er lýst á aðferðum þeirrar rannsóknar.4 Með rannsókninni sem hér er til umfjöllunar var leitast við að svara þeim spurn- ingum hvort þessi 20 störf í löndunum fjórum væru almennt að verða einfaldari eða flóknari, hvort reyndi á almenna starfsfærniþætti í öllum störfunum og loks hvaða munur væri annars vegar á þessum störfum og hins vegar á löndunum fjórum í þessum efnum. Markmið rannsóknarinnar var bæði fræðilegt og hagnýtt. Fræðilegt markmið hennar var í fyrsta lagi að skoða og bera saman milli landanna fjögurra þróun ákveðinna starfa. Það var gert með því að fá upplýsingar frá starfsmönnum og yfirmönnum þeirra um þróun síðustu ár og hugmyndir þeirra urn þróun f nán- ustu framtíð. í öðru lagi var ætlunin að kanna hvort og hve mikið reyndi á almenna starfsfærniþætti í þeim störfum sem skoðuð voru og bera niðurstöður saman á milli landanna fjögurra. í þriðja lagi var stefnt að því að greina einstök störf með hliðsjón af þróun þeirra og kröfum um færni og bera þau saman við önnur störf.5 Hagnýtt markmið var að skapa þekkingu sem nýst gæti við ákvarðanatöku um stofnun og skipulagningu starfsmenntabrauta. Kæmi í ljós að einhver störf væru að verða flóknari og í þeim reyndi á margs konar færni í ríkari mæli en öðrum störfum gætu niðurstöður bent til að skoða ætti umrædd störf þegar ákvarðanir eru teknar um nýjar starfsmenntabrautir. Niðurstöður greiningar á einstökum störfum í saman- burði við önnur störf gætu einnig nýst sem grunnur að skipulagi á heildstæðri og starfsmiðaðri símenntun í viðkomandi störfum eða starfaflokkum.6 Niðurstöður voru túlkaðar í Ijósi kenninga um að störf séu almennt að verða flóknari og kröfur um færni þar með að aukast. Því voru settar fram eftirfarandi til- gátur: 1. Störf eru almennt að verða flóknari, þ.e. yfir helmingur viðmælenda vegna hvers starfs telur að kröfur til starfsmanna séu að aukast. 2. Oll störf krefjast í einhverjum mæli eftirfarandi færniþátta: * Grundvallarfærni í lestri, ritun, reikningi og erlendu tungumáli. * Færni í samskiptum og samvinnu. * Hugmyndaauðgi, frumkvæði og skipulagshæfileikar. 16 Færni í meðferð gagna og upplýsinga. 2 Samstarfsaðilar náðu saman fyrir atbeina Leonardó da Vinci áætlunarinnar. 3 Ytarlega lýsingu á niðurstöðum þessarar rannsóknar er að finna í: Oskarsdottir, Busetta, Ginesté, Papoutsakis (2000). 4 Sjá nánari upplýsingar um niðurstöður þeirrar rannsóknar t.d. í: Gerður G. Óskarsdóttir og Hildur B. Svavarsdóttir (2000). 5 I öllum löndunum fjórum var starf starfsmanns í gestamóttöku greint og borið saman við hin störfin og á íslandi hafa auk þess verið gefnar út skýrslur með greiningum á 14 störfum, flestar unnar fyrir stéttarfélög, fyrirtæki og starfsgreinaráð. 6 Nám fyrir starfandi stuðningsfulltrúa og skólaliða sem nú fer fram í Borgarholtsskóla í Reykjavík byggir á greiningu niðurstaðna úr Færnikröfum starfa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.