Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 84

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 84
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM isbókhald, tímastjórnun, lagakerfið, fíkniefnafræðsla, slysavarnir, námsval og neyt- endafræðsla, en hér er hins vegar skýrt tekið fram að þessi viðfangsefni, er falli und- ir samheitin „samfélag, umhverfi, náttúra og menning", séu aðeins ívaf greinarinnar. Uppistaða hennar séu þau almennu efni er stefni að „aukinni sjálfsþekkingu, þroska og mannrækt", og eru hugtök eins og „siðvit", „samskipti", „sköpun" og „lífsstíll" einnig nefnd í því sambandi (7-8). Það er því hárrétt ályktað hjá Sigríði Þorgeirsdótt- ur að „siðfræðileg umfjöllun" eigi að vera þungamiðja flestra þátta greinarinnar og kjarni hennar sé „siðfræðikennsla eða siðmennt" (1999:74). Þessi áhersla birtist með enn afdráttarlausari hætti í Aðalnámskrá leikskóla en þar er lífsleikninni ætlað að efla og stuðla að jafnvægi milli hinna ýmsu þroskaþátta barnsins, þar sem þættirnir þrír sem heimspekingar eru vanir að fella undir siðvit (þ.e. siðgæðis-, tilfinninga- og félagsþroski) gegna lykilhlutverki (Menntamálaráðu- neytið 1999e:8-10,16). Þá er afar athyglisvert að lífsleiknin virðist hér færð af jaðrin- um að háborðinu; slíkt kast er á henni að hún er ekki einungis tilgreind meðal höfuð- námssviða leikskólans heldur sem einn af þremur undirstöðuþáttum alls leikskóla- starfs er liggi námssviðunum til grundvallar, en hinir tveir eru leikur og dagleg um- önnun (19). Mér er ókunnugt um undan hvaða tungurótum orðið „lífsleikni" er runnið sem lýsing á þeirri rækt við siðvit og siðferðisþroska sem að ofan greinir. Enska hugtak- ið „life skills" er að vísu allþekkt úr erlendri menntaumræðu og rneðal annars hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvatt aðildarríki sín til að sinna ýmsum forvörnum og lífsháttafræðslu í menntun barna og unglinga, sem stofnunin kennir við „life skills". Þá var orðið „lífsleikni" notað í þýðingum Erlu Kristjánsdóttur og Aldísar Ingvars- dóttur á gögnum sem tengdust hinu þekkta Lions-Quest námsefni og ekki ólíklegt að þær hafi innleitt orðið í íslensku. Hver sem uppruninn er þá get ég ekki varist þeirri hugsun að ráðuneytið hafi verið afar lánsamt í valinu á þessu orði. Aðrir kostir sem til greina hefðu komið eru allir annmörkum háðir sem velta á eldri eða nýrri blæ- brigðum orðanna í íslenskri tungu. Siðfræði hefur verið kennd sem námsgrein í ýms- um framhaldsskólum en orðið „siöfræði" ljær hugmynd um fræðilegri tök en gert er ráð fyrir í aðalnámskránum, tök þar sem tilteknar siðfræðikenningar væru kynntar og þeim beitt á hagnýt vandamál, eins og viðgengst í háskólakennslu. „Siðmennt" er fallegt orð en nokkuð loftborið. Auk þess að vera frátekið fyrir tiltekin samtök sem staðið hafa að svokallaðri „borgaralegri fermingu" hefur orðið sama galla og öimur orð í íslensku sem byrja á „sið-" að vekja þau fornu blæbrigði í hugum margra að einkum verði efld siðavendni í velsæmisefnum, ekki síst þeim er lúta að kynlífi. Þetta kann, ásamt öðru, að vera ástæða þess að íslenskir foreldrar virðast mun síður lýsa tortryggni í garð Ufsleikni en þeir gerðu áður þegar rætt var um nauðsyn á efl- ingu siðfræði í skólum, þó að heimspekingar telji ef til vill bitamun en ekki fjár á inn- takinu. Orðið sem líkast til hæfir best uppistöðu lífsleikninnar eins og hún er útfærð í námskránum er „mannrækt" en það orð hefur nýlega verið klófest af nýaldarspek- ingum er einatt halda námskeið í slíku undir Jökli. Því ítreka ég að valinu á „lífs- leikni" má að ýmsu leyti jafna við Kólumbusaregg. Uppistaðan í lífsleikni eins og henni er lýst í námskrám menntamálaráðuneytis- ins er dæmislíkust þeirri námsgrein sem á ensku er kennd við „character education" 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.