Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 95

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 95
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON innar formhyggju (sjá gagnrýni hjá Kristjáni Kristjánssyni 2001:192-194). d) Fyrst minnst er á gildagreiningu er rétt að taka fram að gildin sem talsmenn hennar vilja að börn læri að skýra og samhæfa eru ef til vill fremur einstaklingsbund- in en hópbundin. Þau verða þó hópbundin um leið og einstaklingar með svipaðan „smekk" koma saman, en gildagreiningarsinnar leggja siðferðishugmyndir almennt að jöfnu við smekksatriði. e) A yfirlitsmyndinni er sleppt ýmsum stefnum sem afneita skilyrðislaust allri rækt við siðferðisgildi í skólum, telja hana til dæmis einbert verkefni heimilanna. Slíkar hugmyndir eiga sér vissulega enn talsmenn þó að þeim hafi snarfækkað síð- an á hinni myrku tíð lífsleikni á sjötta og fram á áttunda áratug 20. aldar. Þegar hér er komið sögu í máli rnínu eru tveir kostir uppi fyrir þann sem al- mennt er hallur undir beinabera lífsleikni. Annar er sá að kynna og verja öll rökin fyrir henni, byggð meðal annars á forbrekkisgöngu Kohlbergs og framsókn bjart- sýnni hugmynda um siðferðisþroska barna (t.d. Damon 1988), vitsmunakenningum nútímans um tilfinningalífið sem ganga út frá því að unnt sé að rækta og fága mann- legar geðshræringar frá blautu barnsbeini (t.d. Goleman 1995; Kristján Kristjánsson 2001), niðurstöðum nýjustu rannsókna í félagssálfræði um það hvernig lífsleikni- kennsla í skólum virðist hafa mælanleg áhrif á siðferðis- og vitsmunaþroska (Lind 2000) og þar fram eftir götum. Hinn kosturinn - og sá sem ég kýs að taka upp í fram- haldinu - er að einblína á rökin gegn beinaberri lífsleikni og leitast við að svara þeim. Þar er aftur tveggja leiða völ: Onnur er að færa rök að því að þótt sverð gagnrýnend- anna bíti á beinaberu lífsleikninni eins og hún hefur verið sett fram hingað til þá sé unnt að fanga kjarna hennar á annan hátt sem gagnrýnin finni ekki höggstað á. Ég mun fara þessa leið að nokkru leyti í næsta hluta en aðallega skýt ég samt fram þeim skildi að hefðbundin gagnrýnisefni hríni alls ekki í raun á tveimur frægustu og um- deildustu varnarritum beinaberrar lífsleikni, Edncating for Character eftir Thomas Lic- kona (1991) og Whi/ fohnny Can't Tell Rightfrom Wrong eftir William Kilpatrick (1992), heldur hafi efni þessara rita að ósekju verið afflutt og sleggjudæmt. IV. BEINABER LÍFSLEIKNI: ANDMÆLI OG SVÖR Til að lengja ritgerðina ekki úr hófi fram mun ég orða helstu andmælin gegn beinaberri lífsleikni í hálfgerðum stikkorðastíl og svara þeim, á sama hátt, eins knappt og unnt er. Er enda af mörgu að taka og hver andmæli nánast efni í heila rit- gerð. Andmæli 1: Að byggja lífsleiknikennslu á svokölluðum „siðferðilegum grunn- gildum" er bæði ókleift og ranglátt (gagnvart öðrum samfélögum og menningar- kimum) þar sem öll slík gildi eru afstæð við tíma og stað. Beinabera lífsleiknin þyk- ist hafin yfir mannlegan breytileika og félagsleg frábrigði en í raun réttri boðar hún aðeins tiltekna heimssýn. Nákvæmar orðað: a) Dygðir beinaberu lífsleikninnar hvíla á úreltum frumspekihugmyndum um fastskorðað, óbreytanlegt manneðli sem van- virða áhrif félagsmótunar og bjóða heim fordómum um „óeðli" (Nash 1997:15, 40- 41; Sigríður Þorgeirsdóttir 1999:77-78). b) Engir almennt viðurkenndir mælikvarðar eru til á gildi þessara dygða (Nash 1997:15). c) Dygðirnar reka í óbyggð allan breyti- leika og leitast við að steypa alla í sama mót (10-11). d) Þær eru á endanum of „óná- 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.