Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 96

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 96
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM kvæmar" til að skera úr um rétta eða ranga athöfn og tilfinningu við raunverulegar aðstæður (McLaughlin og Halstead 1999:145). Svör við 2: Þegar Lickona setur fram hina öndverðu skoðun, það er að til séu sið- ferðisgildi sem eru skynsamleg, sammannleg, hlutlæg og áreiðanleg (1991:230), þá eyðir hann litlu rými í að rökstyðja hana; sama gildir um Kilpatrick. En fyrir þeirra hönd mætti meðal annars benda á eftirfarandi: a) Nú á dögum, þegar siðferðilegir al- þjóðahyggjumenn nýta sér manneðlishugmynd, dubba fæstir þeirra upp neina frumspekilega eða líffræðilega fastastæðu frá Aristótelesi eða öðrum, né heldur taka þeir afstöðu til þess hver samkenna manna séu áunnin og hver ásköpuð. í staðinn styðjast þeir við „reyndareðlishyggju" (Nussbaum 1992:208): ljómann af safngleri reynslu fólks frá ólíkum stöðum og ólíkum tímum um hvað greini okkur menn ann- ars vegar frá guðum og hins vegar jötnum eða þursum (Nussbaum 1988:177; Krist- ján Kristjánsson 2002). Frumspekikerfi hníga og rísa en dýpstu þrár og langanir mannfólksins haldast hinar sömu og þar með samkenni þess, þau sem hér eru kennd við „eðli". b) Vel má vera að þegar við einblínum á hinar langsóttu klípusögur sem háskólanemar í siðfræði hafa í hvert mál virðist okkur allt tal um dygðir og lesti að- stæðubundið og tvíbent (Kilpatrick 1992:85). En ef við hyggjum þess í stað að kjarna- dygðum á borð við sjálfsvirðingu og ábyrgðarkennd (Lickona 1991:43) og beitum þeim á hversdagslegar aðstæður fremur en vísindaskáldskap þá sjáum við að til eru siðferðileg sannindi sem allt fólk getur sammælst um, óháð því hvaða „heimspeki" það aðhyllist að öðru leyti. Það fyndna er að andstæðingar beinaberu lífsleikninnar svindla einatt er þeir ásaka hana um „ranglæti" sem felist í því að mismuna öðrum samfélögum. Þeir beita þannig sjálfir sammannlegri dygð, réttlæti, í rökum gegn sammannlegum dygðum. I raun er það ekki aðeins svo að mismunur ólíkra heim- spekikenninga í siðferðisefnum sé ofmetinn; fræg er sagan af guðfræðingnum sem stóð fyrir heimsráðstefnu ólíkra trúfélaga og tókst á örskotsstund að fá fulltrúa þeirra til að sammælast um siðferðileg grunngildi (Kristján Kristjánsson 1999:52). Þrátt fyrir ólíkt yfirbragð og helgisiði virðist sáralítill ágreiningur meðal helstu trú- arbragða heims um hvaða dygðir prýði fólk helst. c) Nútíma alþjóðahyggja styðst að vísu við hugmynd um „hið góða líf" sem er þykk í samanburði við næfurþunna gæðahugmynd pólitískrar frjálslyndisstefnu (sjá áður). En hún er jafnframt sveigjan- leg með því að leyfa margar ólíkar leiðir upp þroskafjallið (Nussbaum 1990:205). Fjölbrigði mannlífsins eru viðurkennd og studd þó að vísu sé ekki gert ráð fyrir ó- endanlegum þroskaleiðum þar sem hver sé jafngild annarri einungis fyrir þá sök að einhverjum detti í hug að velja hana (Kristján Kristjánsson 1992). d) Andstæðingar beinaberu lífsleikninnar skýra sjaldan í smáatriðum hvað þeir eigi við með því að dygðir hennar séu „ónákvæmar". Við getum hugsað okkur að minnsta kosti þrenns konar skilning sem leggja mætti í þá staðhæfingu: dl) Það að hafa réttu dygðirnar til að bera firrir fólk ekki nauðsyn yfirvegunar um einstakar kringumstæður lífsins. d2) Skilgreiningar á dygðum annars vegar og réttri breytni hins vegar ganga í hring (dygð er persónueinkenni sem leiðir til réttrar breytni; breytni er rétt ef hún er framkölluð af dygð). d3) Útilokað er að ákvarða hvaða dygð eigi að ráða ef boð ólíkra dygða rekast á (t.d. sannsögli og góðvildar) eins og iðulega gerist. Fyrsta skilningnum, dl), má svara svo að enginn þekktur dygðapostuli hefur 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.