Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 102
LÍFSLEIKNI í SKÓLUM an 1983:66-69). Ég sé engin sérstök merki um að málsvarar beinaberrar lífsleikni snúi fremur blinda auganu að þessum vandamálum en fylgismenn hinnar holdteknu. V. LOKAORÐ Lífsleikni er ekkert nýtt töframeðal sem breytir skólunum og heiminum í sið- ferðilegan sælurann fyrr en varir. í fyrsta lagi er það ekki nýtt, eins og fram hefur komið, og í öðru lagi þarf vitaskuld margt fleira að koma til ef veröldin á að mjakast í siðferðisátt. En þrátt fyrir það er ekki ástæða til að vanmeta eða vannýta kostinn á því að rækta dygðir með börnum í skólum. Ég vona að yfirlit mitt um einkenni beinaberu lífsleikninnar og svör mín - þótt stuttaraleg væru - við þeim andmælum sem hún hefur mætt hafi sannfært lesand- ann um að nokkuð sé í hana spunnið. Margt af gagnrýninni á beinabera lífsleikni er ósanngjarnt og byggist á útúrsnúningi úr höfuðritum hennar: Búinn er gálginn en bófana vantar, eins og máltækið segir. Enn verra er þó þegar sum alvarlegustu og ó- sanngjörnustu gagnrýnisefnin eru eignuð beinaberu lífsleikninni sem meginein- kenni, eins og McLaughlin og Halstead gera meðal annarra (1999), til dæmis það að hún vanvirði gildi siðferðilegrar rökræðu og leggi mest upp úr einstefnupredikun. Einn aðalkostur beinaberu lífsleikninnar er einmitt aðferðafræðilegur sveigjanleiki hennar og áhersla á að ræktun siðferðisdygða sé ekki lokuð inni í einni kennslustund á viku heldur gegnsýri allt skólastarf. Ef til vill skapa myndmennt, tónlist og íþrótt- ir meiri sjálfsaga og styrk í innræti, ef vel er að verki staðið, en nokkurn tíma einn umræðutími um siðferðileg efni eða ein predikunarstund, og sé svo í raun er ekki hið minnsta athugavert við það frá sjónarhóli beinaberrar lífsleikni. Verkin sýna merkin og það eru á endanum þau sem skipta máli, ekki orðin, á „dygðanna hnjótótta teig". Þótt ég hafi hér tekið upp hanskann fyrir Lickona og Kilpatrick er langt í frá að ég telji ástæðu til að gleypa gagnrýnislaust hvert orð sem gengur fram af þeirra munni. Lickona hefur til dæmis mjög skrýtnar hugmyndir um kynfræðslu í skólum (1991,18. kafli). Miklu skiptir að bækur þeirra, þótt mikilvægar séu, voru ritaðar fyrir áratug og að síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar, í siðfræði almennt, heimspeki menntun- ar og uppeldisfræði. Ef til vill er nú kominn tími til þess að fjalla um beinabera lífs- leikni í skólum 21. aldar án þess að vitna endalaust í Lickona og Kilpatrick. Mér virðist beinabera lífsleiknin þræða skynsamlegt meðalhóf milli sjálfdæmis- og formhyggju, annars vegar, og hinna holdteknu kenninga, hins vegar. Hún er ekki með of mikið kjöt á beinunum eins og sú holdtekna en er ekki heldur meira og minna beinlaus eins og fyrrnefndu afbrigðin. Hún gerir einfaldlega ráð fyrir því að menn séu allir af sömu tegund og byggi sömu jörð og að þrátt fyrir margvísleg frá- brigði einstaklinga, menningarkima og samfélaga séu til viss grunngildi sem skyn- samlegt sé að rækta í öllum skólum. Ég vona að þetta sé sá boðskapur sem eftir stendur í huga lesandans. En um leið vona ég að hann velti áfram fyrir sér þeirri tog- streitu sem ég hef tæpt á að einkenni námskrár menntamálaráðuneytisins, og birtist til dæmis í Aðalnámskrá grunnskóla (almennum hluta, lífsleiknihluta og kristinfræði- hluta), um það hvort íslenskir skólar eigi að fylgja beinaberri mannræktarstefnu eða holdtekinni. 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.