Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 186

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 186
GUÐSMYND O G TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA sem lifir í umhverfi barnsins.15 Rizzuto er þeirrar skoðunar að öll börn í hinum vest- ræna heimi móti með sér guðsmynd sem þau síðan ýmist nota, vanrækja, bæla nið- ur eða hafna. Hún telur að í öllum tilvikum hafi guðsmyndin, sem afrakstur af per- sónulegri reynslu barnsins af foreldrum sínum, áhrif á samband þess við foreldrana og eigin sjálfsvitund.16 Guðsmynd hvers einstaklings er þannig að mati Rizzuto einstæð og sérstök sköpun. Hún samanstendur bæði af innri persónulegri reynslu, s.s. af jarðneskum foreldrum, móður og föður, og öðrum nákomnum og ýmsum tilfinningabundnum þáttum, s.s. öryggi, kærleika, festu, siðgæði og draumum um hið góða, fagra og full- komna. Hugmyndir um ævintýrapersónur koma þar einnig við sögu. Jafnframt hafa ytri menningarlegir og félagslegir þættir sín áhrif sem miðlað er af fólki í umhverf- inu, guðræknum foreldrum eða öðrum ættingjum og vinum, prestum og predikur- um. Rizzuto bendir enn fremur á, líkt og Erikson, að guðsmyndin breytist og um- skapist mörgum sinnum á þroskaferli einstaklingsins. Þannig staðfestast t.d. vissir þættir og eiginleikar sem barnið byggir á sambandinu við foreldra sína og heimfær- ir á Guð meðan öðrum er hafnað. Með auknum trúarlegum þroska verður guðs- myndin einnig smám saman andlegri þannig að hugsanir, tilfinningar og hugmynd- ir flytjast frá hinum mannlega heimi yfir í yfirskilvitlegan reynsluheim. Þróun og umsköpun guðsmyndarinnar gerist þó ekki átakalaust. í hvert sinn sem barnið eða einstaklingurinn uppgötvar að Guð er ekki eins og hann hafði ímyndað sér hann leiðir það til vissrar trúarlegrar kreppu og efasemda og því getur fylgt uppgjör og sársauki.17 Rizzuto rekur í bók sinni The Birth of the living God hvernig áhrifin frá um- hverfinu verða smám saman mikilvægari fyrir þróun guðsmyndarinnar. Tímabilið milli fyrstu bernskuára og fullorðinsára skiptir hér mestu máli. Hin nánu tengsl við foreldrana taka smátt og smátt að losna og barniö tengist fleirum. Fyrst eru það for- eldrarnir sem miðla sínum hugmyndum um Guð til barnsins, t.d. með því hvernig þeir tala um Guð og svara spurningum um hann og hvort þeir kenna börnunum bænir. Lífsskoðun þeirra og guðsmynd hefur einnig ómeðvitað áhrif á barnið, t.d. í gegnum afstöðu þeirra og tilfinningar til trúarlegra þátta og athafna. Fljótlega koma fleiri við sögu og barnið heyrir aðra en foreldra sína tala um Guð. Það uppgötvar einnig smám saman ytri fulltrúa og form trúarinnar á Guð, s.s. presta og kirkjur. Sögur, sjónvarpsefni og fleira fjallar um trúarleg efni. Barnið uppgötvar smám saman að Guð er ósýnileg vera sem hinir fullorðnu ýmist trúa á eða ekki. Þessi ytri áhrif blandast síðan hinum innri þannig að barnið tengir saman það sem það heyrir og sér um Guð í umhverfi sínu og það sem býr innra með því, m.a. eiginleik- um sem foreldrar þess hafa og tilfinningum sem tengjast sambandinu við þá, s.s. kærleika, ótta, virðingu o.fl. Á aldrinum tveggja og hálfs til fjögurra ára uppgötvar barnið að margt í heim- inum er gert af mönnum. Það spyr gjarnan endalausra spurninga: Hver hefur gert þetta? Hver hefur gert hitt? Spurningarnar snúast fyrst um nánasta umhverfi barns- ins, síðan víkkar sjóndeildarhringurinn og loks er horft út fyrir það sem menn hafa búið til. Ef hinir fullorðnu svara því til að Guð hafi búið til það sem mennirnir hafa 184 15 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 194. 16 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 200,208. 17 Rizzuto, A.M. 1979, bls. 200-211.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.