Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 189
GUNNAR J. GUNNARSSON
manngerð og enn tengd foreldraímyndinni. Þegar líður á skeiðið fer guðsmyndin
hins vegar að byrja að losna úr fjötrum hins hlutbundna og þróast fyrst í stað í
hugmynd um einhvers konar ofurmenni og síðan yfirnáttúrlega veru. Á þriðja
skeiðinu fara unglingarnir í auknum mæli að geta skilið og notað óhlutbundin
hugtök og tákn. Það hefur einnig áhrif á guðshugtakið og merkingu þess. Jafn-
framt er þetta tími uppgjörs og endurmats. Goldman bendir á að unglingar á
þessu skeiði séu oft mjög gagnrýnir og beinist sú gagnrýni oft að því sem þau
upplifa sem ósamræmi milli náttúrulögmála og trúarbragða. Hann telur þetta
jafnframt vera ákaflega mikilvægt aldursstig þar sem það er á þessu skeiði sem
unglingarnir geta tileinkað sér kristindóminn persónulega og taka gjarnan af-
stöðu til þess hvort þeir vilja vera kristnir.22
Goldman taldi niðurstöður rannsóknar sinnar benda til þess að námsefni og
kennsluaðferðir í kristnum fræðum væru þannig að börnin geti lítið sem ekkert skil-
ið það sem fram fer þar sem þau hafi hvorki reynslu né vitsmunalegan þroska til
þess. Hann vildi í stað hefðbundinna biblíusagna, sem voru ráðandi námsefni í
Englandi og víðar, miða kennslu í greininni við þarfir barnanna sjálfra, bæði líkam-
legar, tilfinningalegar og vitsmunalegar þarfir. I bókinni Readiness for Religion gerði
hann grein fyrir hugmyndum sínum og tillögum varðandi kennslu í kristnum fræð-
um á hinum ýmsu þroskastigum.23
Rannsókn og niðurstöður Goldmans hlutu töluverða gagnrýni á sínum tíma,
bæði aðferðir hans og þær ályktanir sem hann dró, en hér er ekki svigrúm til að gera
grein fyrir því.24 Ljóst er þó að niðurstööur hans höfðu veruleg áhrif á gerð kennslu-
efnis í kristnum fræðum bæði í Englandi og á Norðurlöndunum þar sem dregið var
úr hefðbundinni biblíusagnakennslu og í staðinn unnið í meira mæli með trúarleg
hugtök og fyrirbæri. Norskt námsefni sem var þýtt og staðfært hér á landi ber
einmitt þessi merki.25 Segja má að síðar hafi biblíusagnahefðin komið inn aftur en
með aukinni áherslu á að gera sögurnar skiljanlegar og tengja þær reynsluheimi
barnanna. Það tengist nýrri áherslu á gildi frásagnarinnar í kennslu. Nýlegt náms-
efni í kristnum fræðum eftir Iðunni Steinsdóttur og Sigurð Pálsson er gott dæmi um
þetta.2*
James W. Fowler hóf rannsóknir á þroskaferli trúarinnar árið 1972 eftir að hann
hafði gefið því gaum að fólk, sem hóf nám við stofnun sem hann veitti forstöðu, lýsti
lífshlaupi sínu þannig að greina mátti sameiginlega drætti í lýsingu þess þrátt fyrir
að reynsla og aðstæður væru ólíkar. Einnig hafði kenning Kohlbergs um siðgæðis-
22 Goldman, R. 1964, bls. 52-61.
23 Sjá Goldman, R. 1965, bls. 77-192.
24 í bók Bugge, K.E. 1970: Ronald Goldmans religionspædagogikk, bls. 61-73 er aðgengi-
leg samantekt urn meginatriðin í þeirri gagnrýni sem rannsókn og niöurstöóur Goldmans
fengu m.a. í breska tímaritinu Learning for Living, árg. 1963-67 og bandaríska tímaritinu
Religious Edueation, árg. 1968-69. Bent var á að úrtak Goldmans hafi verið of lítið til að
draga af því eins víðtækar ályktanir og hann gerði. Þá var því haldið fram að viðtalsað-
ferðin og spurningarnar sem notaðar voru hafi verið leiðandi og að val á biblíuefni hafi
verið einhæft. Enn fremur var bent á að börn skilji oft meira en þau geti tjáð með orðum
og að þau geti skilið og notaö trúarleg óhlutbundin tákn og hugtök fyrr en á skeiði óhlut-
bundinnar hugsunar.
25 Um er að ræða bækurnar Lífið, Ljósið, Vegurinn, Heimurinn, Krossinn og Kirkjan, sem
komu út á árunum 1979-1989.
26 Bækurnar komu út á árunum 1994-2000 og heita Regnboginn, Stjarnan og Birtan
handa yngsta stigi grunnskólans og Brauð lífsins, Ljós heimsins og Upprisan og lífið
handa miðstiginu.