Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 189

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 189
GUNNAR J. GUNNARSSON manngerð og enn tengd foreldraímyndinni. Þegar líður á skeiðið fer guðsmyndin hins vegar að byrja að losna úr fjötrum hins hlutbundna og þróast fyrst í stað í hugmynd um einhvers konar ofurmenni og síðan yfirnáttúrlega veru. Á þriðja skeiðinu fara unglingarnir í auknum mæli að geta skilið og notað óhlutbundin hugtök og tákn. Það hefur einnig áhrif á guðshugtakið og merkingu þess. Jafn- framt er þetta tími uppgjörs og endurmats. Goldman bendir á að unglingar á þessu skeiði séu oft mjög gagnrýnir og beinist sú gagnrýni oft að því sem þau upplifa sem ósamræmi milli náttúrulögmála og trúarbragða. Hann telur þetta jafnframt vera ákaflega mikilvægt aldursstig þar sem það er á þessu skeiði sem unglingarnir geta tileinkað sér kristindóminn persónulega og taka gjarnan af- stöðu til þess hvort þeir vilja vera kristnir.22 Goldman taldi niðurstöður rannsóknar sinnar benda til þess að námsefni og kennsluaðferðir í kristnum fræðum væru þannig að börnin geti lítið sem ekkert skil- ið það sem fram fer þar sem þau hafi hvorki reynslu né vitsmunalegan þroska til þess. Hann vildi í stað hefðbundinna biblíusagna, sem voru ráðandi námsefni í Englandi og víðar, miða kennslu í greininni við þarfir barnanna sjálfra, bæði líkam- legar, tilfinningalegar og vitsmunalegar þarfir. I bókinni Readiness for Religion gerði hann grein fyrir hugmyndum sínum og tillögum varðandi kennslu í kristnum fræð- um á hinum ýmsu þroskastigum.23 Rannsókn og niðurstöður Goldmans hlutu töluverða gagnrýni á sínum tíma, bæði aðferðir hans og þær ályktanir sem hann dró, en hér er ekki svigrúm til að gera grein fyrir því.24 Ljóst er þó að niðurstööur hans höfðu veruleg áhrif á gerð kennslu- efnis í kristnum fræðum bæði í Englandi og á Norðurlöndunum þar sem dregið var úr hefðbundinni biblíusagnakennslu og í staðinn unnið í meira mæli með trúarleg hugtök og fyrirbæri. Norskt námsefni sem var þýtt og staðfært hér á landi ber einmitt þessi merki.25 Segja má að síðar hafi biblíusagnahefðin komið inn aftur en með aukinni áherslu á að gera sögurnar skiljanlegar og tengja þær reynsluheimi barnanna. Það tengist nýrri áherslu á gildi frásagnarinnar í kennslu. Nýlegt náms- efni í kristnum fræðum eftir Iðunni Steinsdóttur og Sigurð Pálsson er gott dæmi um þetta.2* James W. Fowler hóf rannsóknir á þroskaferli trúarinnar árið 1972 eftir að hann hafði gefið því gaum að fólk, sem hóf nám við stofnun sem hann veitti forstöðu, lýsti lífshlaupi sínu þannig að greina mátti sameiginlega drætti í lýsingu þess þrátt fyrir að reynsla og aðstæður væru ólíkar. Einnig hafði kenning Kohlbergs um siðgæðis- 22 Goldman, R. 1964, bls. 52-61. 23 Sjá Goldman, R. 1965, bls. 77-192. 24 í bók Bugge, K.E. 1970: Ronald Goldmans religionspædagogikk, bls. 61-73 er aðgengi- leg samantekt urn meginatriðin í þeirri gagnrýni sem rannsókn og niöurstöóur Goldmans fengu m.a. í breska tímaritinu Learning for Living, árg. 1963-67 og bandaríska tímaritinu Religious Edueation, árg. 1968-69. Bent var á að úrtak Goldmans hafi verið of lítið til að draga af því eins víðtækar ályktanir og hann gerði. Þá var því haldið fram að viðtalsað- ferðin og spurningarnar sem notaðar voru hafi verið leiðandi og að val á biblíuefni hafi verið einhæft. Enn fremur var bent á að börn skilji oft meira en þau geti tjáð með orðum og að þau geti skilið og notaö trúarleg óhlutbundin tákn og hugtök fyrr en á skeiði óhlut- bundinnar hugsunar. 25 Um er að ræða bækurnar Lífið, Ljósið, Vegurinn, Heimurinn, Krossinn og Kirkjan, sem komu út á árunum 1979-1989. 26 Bækurnar komu út á árunum 1994-2000 og heita Regnboginn, Stjarnan og Birtan handa yngsta stigi grunnskólans og Brauð lífsins, Ljós heimsins og Upprisan og lífið handa miðstiginu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.