Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 190

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 190
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA þroskann áhrif á hann. Hann gerði grein fyrir niðurstöðum sínum í bókinni Stages of Faith sem út kom árið 1981.27 Sigurður Pálsson hefur gert góða grein fyrir niður- stöðum og kenningum Fowlers í grein í 6. hefti ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla íslands.2" Munurinn á Fowler og Goldman er meðal annars sá að Fowler lét sér ekki nægja að fjalla eingöngu um þroskaferil trúarlegrar hugsunar barna og unglinga, eins og Goldman hafði gert, heldur setti hann fram kenningu um áfanga á þroskaferli trúar- innar nánast frá vöggu til grafar. Fowler skoðar jafnframt þroskaferil trúarhugsun- arinnar frá fleiri sjónarhornum en Goldman. Því má segja að kenning Fowlers sé öðru fremur kenning um persónuþroska einstaklingsins með sérstakri áherslu á trú- arþáttinn meðan Goldman var fyrst og fremst upptekinn af þróun trúarlegrar hugs- unar með vitsmunaþroskann í brennidepli. í þessu sambandi skilgreinir Fowler trú- arhugtakið töluvert vítt og hafa ýmsir guðfræðingar gagnrýnt hann fyrir það. Hann lítur á trúna sem miðlægan þátt í sálarlífi mannsins sem hefur áhrif á lífshætti hans og breytni. Hún felur í sér traust og skapar sem slík tengsl við aðra. Hún skapar sam- hengi og gefur lífinu tilgang. Skilgreining hans á hugtakinu er því fyrst og fremst sál- fræðileg og rannsóknir hans beinast að þroskaferli trúarinnar sem mannlegu fyrir- bæri, óháð innihaldi.29 I kenningu sinni gerir Fowler ráð fyrir sjö þroskaskeiðum trúarinnar. Lýsingin á hverju þeirra á að draga fram einkenni hugsanaferlis og afstöðu einstaklinganna á því skeiði og það hvernig þeir túlka tilveru sína og samskipti við aðra. Fowler lýsir hverju skeiði út frá sjö sjónarhornum sem hann notar til að varpa ljósi á stigin. Þau eru rökmynd, samskiptaskilningur, siðferðilegt mat, félagsleg vitund, áhrifavaldar, heildarskilningur og notkun tákna. Af þessu má sjá að kenningar hans taka tillit til mun fleiri þátta en Goldman gerði. Stigin kallar Fowler: 0) Forskeið - Ósundurgreind trú; 1) Trú sem byggist á hug- boðum og innsæi; 2) Goðsagnatengd bókstafstrú; 3) Sameinandi, siðvenjubundin trú; 4) Sjálfstæð og meðvituð trú; 5) Samtengjandi, þverstæðubundin trú; 6) Alhæf- andi trú. Það eru einkum stig 1-3 sem falla að þeim skeiðum sem Goldman talar um. Þar er einkum um að ræða börn og unglinga, þótt Fowler geri ráð fyrir því að full- orðið fólk geti verið á þessum stigum. 0-stigið á við tímann áður en hugtaka- og orðanotkun hefst að nokkru marki og stig 4-6 koma vart við sögu fyrr en einstakling- urinn er orðinn fullorðinn. Fyrsta stigið, sem Fowler kallar „trú sem byggist á hugboðum og innsæi", á við forskólaaldurinn eða nokkurn veginn sama aldur og Goldman kallar „forskeið trú- arlegrar hugsunar". Fowler bendir á að guðshugmyndir barna á þessu skeiði séu oft undarleg blanda af manngerðum og ómanngerðum hugmyndum og að þau geti tengt áhrifamikil trúarleg tákn og ímyndir djúpstæðum tilfinningum. Þessar tilfinn- ingar geta ýmist verið sektarkennd og skelfing eða kærleikur og algleymi, jafnvel til- finning fyrir því að vera eitt með guðdóminum. Þetta gerir það að verkum að á þessu 27 Fowler, J.W. 1981, sjá einkum bls. 117-213. 28 Sigurður Pálsson. 1992, bls. 119-160. 29 Fowler, J.W. 1981, bls. 3-36, sbr. Sigurður Pálsson. 1992, bls. 120-124. 188 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.