Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 191

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Blaðsíða 191
GUNNAR J. GUNNARSSON skeiði geta mótast varanlegar og djúpstæðar trúarlegar ímyndir og afstaða, bæði til góðs og ills. Annað stigið samsvarar í aldri nokkurn veginn því skeiði sem Goldman kallar „skeið hlutbundinnar trúarlegrar hugsunar". Fowler kallar það „goðsagnatengda bókstafstrú" og segir að á þessu skeiði byrji einstaklingurinn að tileinka sér þær sagnir, trúarsetningar og venjur sem eru tákn um þátttöku í samfélaginu sem hann tilheyrir. Trúaratriði, siðareglur og viðhorf eru túlkuð bókstaflega og frásögnin verð- ur eitt helsta tækið til að gefa reynslunni gildi og samhengi. Tákn verða að vísa til einhvers raunverulegs til að öðlast merkingu og Fowler komst að raun um að guðs- hugmyndir barna á þessu skeiði eru mjög oft manngerðar. Börnin gefa hugtakinu Guð merkingu með því að íklæða það raunverulegri mynd. Þriðja stigið er stig unglingsáranna fyrst og fremst þótt Fowler bendi á að full- orðnir geti verið á þessu stigi. Hann kallar það „sameinandi, siðvenjubundna trú" og það svarar í aldri nokkurn veginn til þess sem Goldman kallar „skeið óhlutbundinn- ar trúarlegrar hugsunar". Reynsla einstaklingsins af veröldinni nær nú út fyrir fjöl- skylduna í vaxandi mæli og tengist bæði skóla eða atvinnu, jafnöldrum, fjölmiðlum og jafnvel trúarbrögðum. Á þessu stigi er einstaklingnum mikilvægt að geta skil- greint sig með vísun í tiltekinn hóp sem hann á samleið með og leitar stuðnings hjá, sbr. mikilvægi klíkunnar á unglingsárunum. Trúin gegnir því hlutverki að gefa þess- um ólíku þáttum samkvæm stefnumið, hún verður að koma á samræmi milli gildis- mats og upplýsingar og byggja heildstæðan grundvöll undir sjálfsmynd og viðhorf. Á þessu skeiði er Guð sá sem þekkir okkur betur en við sjálf. Hann veit hver við erum og hver við munum verða. Það er hægt að treysta honum sem vini, félaga og bjargvætti. Tákn eru ekki lengur bókstafleg eins og á 2. skeiði og guðsmyndin er ekki lengur manngerð heldur byggð upp af ákveðnum persónulegum eigindum á borð við vinur, leiðtogi, huggari, leiðbeinandi og sál. Tákn hafa á þessu skeiði mikla þýð- ingu og táknið og það sem það stendur fyrir er jafnan óaðskiljanlegt.10 Af þessu má sjá að kenningar Goldmans og Fowlers um áfanga á þroskaferli trú- arinnar haldast að vissu marki í hendur og að þróunin er frá sjálflægri og hlutbund- inni hugsun og manngerðri guðsmynd yfir í óhlutbundna hugsun og guðsmynd sem einkennist fremur af innri andlegum eiginleikum en ytra útliti eða formi. Kenn- ingar Fowlers eru þó áhugaverðari þar sem hann tekur tillit til mun fleiri þátta en Goldman en hér hefur ekki nema að takmörkuðu leyti verið vikið að þeim. Þá má benda á að þrátt fyrir að Fowler byggi rannsókn sína á kenningum formgerðarsinna þá horfir hann til fleiri átta og er m.a. undir áhrifum af kenningu Eriks H. Eriksons.11 Þá má einnig sjá vissar hliðstæður í niðurstöðum hans og Ana-Maria Rizzuto þótt þau hafi beitt ólíkum aðferðum við rannsóknir sínar.12 Tilvistarspurningar og trúarhugsun Allmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á Norðurlöndunum á trúarhugsun og guðs- mynd barna í kjölfar rannsókna Goldmans. Hafa sumar þeirra leitt af sér gagnrýni á aðferðir og niðurstöður hans en almennt má segja að markmið þeirra hafi verið að auka skilning á eðli og þróun trúarlegrar hugsunar hjá börnum. Svíar hafa verið þar fremstir í flokki og staðið fyrir víðtækum rannsóknarverkefnum og skal nokkurra 30 Sigurður Pálsson. 1992, bls. 131-146, sbr. Fowler, J.W. 1981, bls. 117-173. 31 Fowler, J.W. 1981, bls. 106-110. 32 Rizzuto, A-M. 1980, bls. 127. 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.