Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 158

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 158
Tímarit Máls og menningar enga trú á að Hrajnkels saga sýni sið- ferðileg skoðanaskipti og algera hugar- farsbreytingu hjá aðalpersónunni. Enda virðist sú túlkun fjarstæða, þó að hún hafi átt talsverðri hylli að fagna. Það nægir að benda á aðför Hrafnkels að Eyvindi, en hún er, eins og Oskar orðar það, „sannarlega ekki vitnisburður um nýtt siðgæðislögmál" (59). Siðfræði þessarar sögu „er siðfræði valdsins og baráttu þess“ (60). Hrafnkell gefur upp trú sína á goðum og fyrra hátterni sitt af veraldlegum hyggindum. Hann hefur lært þá lexíu, að það er skynsamlegra að vera vinsæll með mönnum heldur en að fara með ofstopa. En valdið er tak- mark hans eftir sem áður. Margir munu vera Oskari sammála um þessa túlkun. Hún er í fullu samræmi við textann. Hrafnkels saga er saga hins einbeitta raunsæis. Peter Hallberg. JAPÖNSK LJÓÐ í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, Heimskringla 1976. Sé litið yfir sögu íslenzkra ljóðaþýð- inga úr erlendum málum, má sjá, að þær hafa löngum orðið til sem einhvers konar aukageta manna, sem sjálfir hafa mest fengizt við að frumyrkja. Til þýð- ingar hafa valizt verk, sem þýðendur hafa á einhvern hátt fundið sjálfa sig í eða hafa sagt einmitt það sem þeir sjálf- ir vildu sagt hafa. Löngum hafa þessar þýðingar borið sterkan keim af persónu- legum stíl þýðandans, og fram á miðja nítjándu öld tíðkaðist það að fella hvað sem var undir rammþjóðlega hætti ís- lenzka, einkum fornyrðislag. Þótt þýð- ingar úr erlendum málum séu stærsti hlutinn af því sem Jón á Bægisá lét eftir sig, er val verkanna bundið við stöðu hans sjálfs sem kennimanns og kröfur aldarandans og auk þess færð í búning, sem virðist kippa þeim með rót- um upp úr sínum upprunalega jarðvegi. Jónas Hallgrímsson þýðir einkum kvæði þýzkra og danskra skálda, sem hann tók sér til fyrirmyndar í eigin kveðskap, og breytir þeim þá talsvert bæði í formi og orðavali, en Grímur Thomsen þýðir oft í samræmi við þau orð sín, að hann sé „bergrisi á 19. öld“ og kveði „á kvöldin kraptrímur fornar“. Matthías Jochumsson leitar fanga víða, en tekst bezt upp við innblásin ljóð um mann- lífið, eins og honum sjálfum var tamt að yrkja, og víða geisar í þýðingum hans hugarstríð hans sjálfs, svo sem í Man- freð. Þau ljóð sem Jón Heigason þýðir eru mjög í sama dúr og Ijóð hans frum- ort, yrkisefnið gjarna fallvelti lífsins og tónninn afundinn, en Magnús As- geirsson hefur einkum knúið dragspil skandinavískrar Ijóðlistar síðustu hundr- að ára. Þegar að þýðingum Helga Hálfdanar- sonar kemur hins vegar, er sem opnist nýr sjóndeildarhringur, og þær virðast gerðar út frá talsvert öðrum forsendum en hinar fyrri. I fyrsta lagi ná þær yfir allmiklu víðara svið en þýðingar nokk- urs af fyrirrennurum hans, hvort heldur er í tíma eða rúmi. I öðru lagi gætir hjá Helga einstaks hæfileika og vilja til að seiða fram blæ frumkvæðsins og ná valdi yfir hinum ólíkustu háttum, hvort heldur það er stakhenda, sonnetta eða forngrískir hættir ýmsir. Við fyrsm sýn kunna því þýðingar Helga að orka nokkuð „ópersónulegar", líkt og hann sé sá marghami Próteifur er getur brugðið sér í öll hugsanleg gervi, og það svo mjög, að maður viti ekki hvert 380
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.