Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 122
úr því þeir hefðu álpazt á skerið og þótti slíkt lítil sjómennska. Fór
samtal þetta fram á bakka Borgarlækjar, þar sem hann rennur niður
í fjöruna og verður þar gildrag nokkurt. Lauk svo þeirra viðræðum
að Bjarni, sem var karlmenni að burðum og snar, setti fót fyrir
brjóst Guðjóni og sparn honum fram af bakkanum, er þeir stóðu á.
Þar var í gilvanganum skarnhaugur brattur og valt steinbítskjaftur
niður hauginn og hafnaði í læknum. Þótti hann fara þar litla frægð-
arför en eftir atvikum verðskuldaða.
Einhverju sinni þetta sumar bar svo til að áliðnum degi, er bátar
voru sem óðast að tínast heim af miðum, að menn veittu athygli
báti er miðaði með ólíkindum seint inn fjörðinn. Þá nánar var að
gætt sáu menn, að báti þessum var róið á þann hátt, að öðru hverju
stefndi hann í rétt horf en þess á milli þvert úr leið. Þótti mönnum
þetta all kynlegt og þóttust óglöggt vita hverju sætti. Þar kom þó
að lokum, að bátinn bar svo nærri lendingu, að menn greindu, að
þar var kominn farkostur Stjána bláa og einnig hverju sætti hinn
tvíátta heimróður:
Stjáni reri sjálfur á annað borðið en þeir hásetar hans, Brynj-
ólfur og Guðjón steinbítskjaftur, báðir á hitt. Gerðist það með
skömmum hvíldum, að Stjáni hamaðist svo við ár sína, að hann
sneri bátnum þvert úrleiðis, en lagði síðan upp og leyfði þeim fé-
lögum að ná réttri stefnu til lands, brá þá ár sinni á nýjan leik og
lét fallast fast á. Hversu lengi hafði á þessu gengið áður en inn á
fjörðinn kom vissu menn ekki og fengu aldrei að vita, með því að
karlar ræddu þar aldrei um svo menn vissu til, en báru upp afla,
gerðu að og settu bát sinn án þess að mæla orð frá vörum, en
ófrýnilegar augnagotur sendu þeir hver öðrum, þústnir mjög og
svartir af reiði.
Þetta sumar var Oddur sterki af Skaganum einnig við sjóróðra
á Borgarfirði, svo gerla má sjá, að þar hefur verið mannval mikið
í þann tíð. Þá var verzlun Hinna sameinuðu íslenzku verzlana á
Bakkaeyri og í því sama húsi og þar stendur enn og herbergir nú
kjörbúð útibús Kaupfélags Héraðsbúa. Aðaldyr hússins vissu þá
að sjó og var gengið beint inn í húsið að neðan og var upp tröpp-
ur að fara og inn í lítinn gang áður en komið væri í verzlunina.
Var það venja, að í landlegum söfnuðust menn í búðina að skemmta
120
MÚLAÞING