Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Síða 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Síða 122
úr því þeir hefðu álpazt á skerið og þótti slíkt lítil sjómennska. Fór samtal þetta fram á bakka Borgarlækjar, þar sem hann rennur niður í fjöruna og verður þar gildrag nokkurt. Lauk svo þeirra viðræðum að Bjarni, sem var karlmenni að burðum og snar, setti fót fyrir brjóst Guðjóni og sparn honum fram af bakkanum, er þeir stóðu á. Þar var í gilvanganum skarnhaugur brattur og valt steinbítskjaftur niður hauginn og hafnaði í læknum. Þótti hann fara þar litla frægð- arför en eftir atvikum verðskuldaða. Einhverju sinni þetta sumar bar svo til að áliðnum degi, er bátar voru sem óðast að tínast heim af miðum, að menn veittu athygli báti er miðaði með ólíkindum seint inn fjörðinn. Þá nánar var að gætt sáu menn, að báti þessum var róið á þann hátt, að öðru hverju stefndi hann í rétt horf en þess á milli þvert úr leið. Þótti mönnum þetta all kynlegt og þóttust óglöggt vita hverju sætti. Þar kom þó að lokum, að bátinn bar svo nærri lendingu, að menn greindu, að þar var kominn farkostur Stjána bláa og einnig hverju sætti hinn tvíátta heimróður: Stjáni reri sjálfur á annað borðið en þeir hásetar hans, Brynj- ólfur og Guðjón steinbítskjaftur, báðir á hitt. Gerðist það með skömmum hvíldum, að Stjáni hamaðist svo við ár sína, að hann sneri bátnum þvert úrleiðis, en lagði síðan upp og leyfði þeim fé- lögum að ná réttri stefnu til lands, brá þá ár sinni á nýjan leik og lét fallast fast á. Hversu lengi hafði á þessu gengið áður en inn á fjörðinn kom vissu menn ekki og fengu aldrei að vita, með því að karlar ræddu þar aldrei um svo menn vissu til, en báru upp afla, gerðu að og settu bát sinn án þess að mæla orð frá vörum, en ófrýnilegar augnagotur sendu þeir hver öðrum, þústnir mjög og svartir af reiði. Þetta sumar var Oddur sterki af Skaganum einnig við sjóróðra á Borgarfirði, svo gerla má sjá, að þar hefur verið mannval mikið í þann tíð. Þá var verzlun Hinna sameinuðu íslenzku verzlana á Bakkaeyri og í því sama húsi og þar stendur enn og herbergir nú kjörbúð útibús Kaupfélags Héraðsbúa. Aðaldyr hússins vissu þá að sjó og var gengið beint inn í húsið að neðan og var upp tröpp- ur að fara og inn í lítinn gang áður en komið væri í verzlunina. Var það venja, að í landlegum söfnuðust menn í búðina að skemmta 120 MÚLAÞING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.