Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 149
að hæðirnar væru Örmsstaðahálsar skammt ofan við Örmsstaðí og
ég mundi koma niður nálægt Gilsárteigi sem er tvær stuttar bæjar-
leiðir frá Hjartarstöðum. Rétt á eftir féll ég fram af kletti og kút-
veltist undan brattri brekku. Þar týndi ég öðru skíðinu og gat ekki
fundið það, enda var stórhríðin iðulaus. Þá stakk ég hinu skíðinu
niður og hélt áfram gangandi og nú var ég þess fyrst fullviss að ég
væri orðinn villtur, því að ég var búinn að vera tveim stundum
lengur á ferð en ráð var fyrir gert. Snjóinn hafði rekið saman í
barfenni svo að gangfæri var sæmilegt, og enn gekk ég, með stafina.
Allt í einu kom ég á glerhála mela. Mér datt í hug að þetta væru
svokallaðir Skeiðmelar á Gilsárdal og þá mundi skammt í gljúfrin.
Eg skrönglaðist því með varúð niður af þessum melum en kom
þá í djúpan botn að mér fannst. Þar snerist ég um stund án þess
að verða nokkurs vísari, en settist síðan niður til að hugsa mig um.
Nestið var búið og nú fann ég mjög til þreytu. Svefnhöfgi leitaði
á mig með miklum kærleikum en ég æsti mig upp í að þrauka og
reif mig upp úr þeim doða sem á mig féll þarna í botninum.
Enn gekk ég um stund út í bláinn því nú vissi ég að ég var
rammviltur. Þá kom ég í rakan og lausan snjó og ákvað að setjast
að. Ég fór að velta saman snjókögglum, og um klukkan sjö var
ég búinn að gera mér skýli þar sem ég gat setið inni. Þá var
komið myrkur er ég skreiddist inn.
Eg ákvað að bíða þarna birtu og vonaði að veðrið lægði. En
ekki fékk ég að sitja lengi í náðum. Stormurinn reif burt lausa-
snjóinn sem ég hafði troðið milli kögglanna, og ég þurfti alls
þrisvar út til að þétta skýlið. Að lokum tókst það og ég skreið
inn og settist. Við þetta stímabrak og velting í snjónum blotnaði
ég, einkum á öxlum, handleggjum og lærum og varð því fljótt
kalt einkum þar sem ég snerti snjóinn. Þá tók ég pokaskjatta sem
ég hafði bundinn á bakið og setti undir fæturna. Ég var með leður-
veski í brjóstvasa. Það tók ég og skaut því undir mig og sat á
því. Að síðustu braut ég sundur skíðastafina í hæfilega búta og
raðaði þeim við bakið. Við þetta skánaði vistin, en þá varð mér
skítkalt, enda hráslagaður allur nema á fótum. Hermannaskórnir
reyndust mér vel. Svo leið nóttin hægt og seint. Svefn sótti jafnan
á mig, en ég varðist honum, fyrst með þrj ózkufullum ásetningi,
múlaþing 147