Blik - 01.06.1972, Side 8
gerðu þingmennirnir Skúli Thorodd-
sen og Jens Pálsson. Þá fluttu þessir
tveir þingmenn þessa tillögu til
þingsályktunar:
„Neðri deild Alþingis ályktar að
skora á ráðgjafa íslands, að leggja
fyrir Alþingi 1893 sundurliðaða á-
ætlun samda af verkfræðingi um
kostnað við lagningu málþráða
(telephona) með hæfilega mörgum
málþráðastöðvum milli Reykjavík-
ur og ísafjarðar, milli Reykjavíkur
og Akureyrar og milli Akureyrar og
Seyðisfjarðar.“
í greinargerð flutningsmannsins,
Skúla Thoroddsens, sem var aðal-
flutningsmaður tillögunnar, standa
þessi orð m. a.: „... Ég tel þess
meiri von, að oss verði þá auðveld-
ara að fá fréttaþráð t. d. frá Skot-
landi til Austfjarða, þegar frétta-
þráður lægi þaðan til Reykj avíkur.“
Svo segir í merkum heimildum um
þessa tillögu Skúla Thoroddsens:
„Tillagan fékk lítinn byr, — kom
auðsjáanlega flatt upp á menn. Eng-
inn hafði um þetta hugsað.“ — Til-
lagan var felld í Neðri deild Alþing-
is með 10 atkvæðum gegn 8.
Árin liðu, og ýmsir urðu til þess
að halda hugsjón þessari um símann
og sæsímann lifandi manna á milli.
— Já, hún hélt lífi.
Árið 1895 skoraði Neðri deild Al-
þingis á stjórnina (í Kaupmanna-
höfn) að veita þeim mönnum eða
fyrirtækjum, er um það kynnu að
sækja, einkaleyfi til þess að leggja
fréttaþráð (telegraph) frá hinum
brezku eyjum (eins og það er orðað)
til Reykjavíkur með þeim skilyrðum,
sem henni þykir nauðsyn á.
Á Alþingi 1897 (lesandi athugi,
að Alþingi var þá aðeins haldið ann-
að hvort ár) taldi enginn þingmaður
lengur varhugavert að veita einka-
leyfi til lagnar og reksturs sæsíma
milli Bretlands og íslands.
Stjórnin í Kaupmannahöfn hafði
látið í Ijós það álit sitt og þann
vilja sinn, að íslenzka þjóðin legði
fram, greiddi, kr. 35.000,00 á ári
hverju næstu 20 árin til fréttaþráðar
milli íslands og útlanda. Fyrsta
greiðsla þjóðarinnar í þessu skyni
skyldi þá eiga sér stað árið 1899.
Jafnframt tók danska þingið því vel
að leggja fram kr. 54.000,00 á ári
hverju næstu 20 árin í sama skyni.
Þegar hér var komið sögu þessa
máls, barst út um heiminn fréttin
um uppfyndingu þráðlausu skeyt-
anna. Marconi hafði fundið upp
hina þráðlausu firðritun. Þessi upp-
fynding olli hiki um framkvæmdir
sæsímalagnarinnar. Varð ekki nýja
uppfyndingin þess valdandi, að öll
þessi fréttaþjónusta landa á milli
yrði ódýrari og á ýmsan annan hátt
hagkvæmari en símleiðin?
Enn lágu allar framkvæmdir í bið
og kyrrð.
Skömmu eftir þingslit 1901 gerðist
sá merkisatburður, að upphafsmanni
þráðlausu firðritunarinnar, Marconi,
tókst (12. des. 1901) að senda skilj-
anlegt skeyti yfir þvert Atlantshafið
frá Englandi til Nýfundnalands.
Þessi uppfynding vakti mikla at-
hygli og umræður meðal ráðamanna
6
BLIK