Blik - 01.06.1972, Side 13
ur. Þess vegna skrifaði ég á skjalið
tvö nöfn: Ögmundur löðurkúfur og
Helgi beinrófa. Síðan endursendi ég
honum það. — Við hlógum dátt að
þessu, er við sáumst næst. Fleiri skjöl
af þessu tagi sá ég ekki framar ..
Andstæðingar Hannesar Hafsteins
og Heimastjórnarflokksins óskuðu
einskis frekar, en að gera símamálið
að þrætuepli, sem leiða mætti til
hnekkis ráðherra og stj órnmálagengi
hans og valdi. Þess vegna voru bænd-
ur og búaliðar hvattir til að leggja
land undir fót og flykkjast til Reykja-
víkur, er á sumarið leið, til þess að
herða á mótmælunum við valda-
menn landsins.
Þegar leið á sumarið 1905, tóku
bændur á Suðvesturlandinu og sveit-
um Suðurlandsins að hugsa til
Reykj avíkurferðarinnar, mótmæla-
ferðarinnar samkvæmt samþykktum
andstæðinga Hannesar ráðherra og
símamálsins, og svo eftir pöntunum
Björns Jónssonar ritstjóra og fylgi-
fiska hans.
Hinn 1. ágúst flykktust bændur til
höfuðstaðarins til að bera fram kröft-
ug mótmæli gegn ritsímasamningn-
um.
Ég minnist þess enn, að Halldór
Vilhjálmsson skólastjóri á Hvann-
eyri sagði eitt sinn okkur nemendum
sínum ítarlega frá þessari mótmæla-
heimsókn. Það var veturinnn 1918
eða tólf og hálfu ári eftir atburðinn.
Skólastjórinn kom einmitt heim frá
námi í Danmörku sama sumarið og
heimsóknin átti sér stað. Vilhjálm-
ur faðir hans bjó þá á Rauðará, jörð
sinni skammt utan við Reykjavík þá,
og hafði góða aðstöðu til að fylgjast
með helztu viðburðum í höfuðstaðn-
um.
Til þess að hindra að nefnd eða
nefndir þær, sem andstæðingar ráð-
herrans sendu á fund hans til að
mótmæla gjörðum samningi, struns-
uðu upp á efri hæð og um allt gamla
stjórnarráðshúsið við Lækjartorg,
var Klemens Jónsson, landritari, lát-
inn standa í stiganum. Hann var stór
vexti og sterklegur og ekkert árenni-
legur persónuleiki, þar sem hann,
viðbúinn öllu, ygldi brún og beið á-
tekta.
Allt fór þó þetta friðsamlega fram.
Ráðherrann veitti viðtal á fyrstu hæð
hússins og kvaðst halda fast við
gjörðan samning.
Þegar sendimenn stigu út úr bygg-
ingunni og tjáðu félögum sínum úti
fyrir svör ráðherrans, var hrópað:
„Niður með stjórnina!“
Þar með var endi bundinn á æs-
ingarnar og tekið til óspilltra mál-
anna að framkvæma stórvirkið.
Sumarið 1906 var lokið við að
leggja sæsímastrenginn milli Hjalt-
lands, Færeyja og Austfjarða. Jafn-
framt var unnið að því að leggja
landssímalínur frá Austfjörðum
norður um land til Reykjavíkur, og
svo að setja upp stöðvar á þeirri
leið. Símalagningarmönnunum var
skipt í 14 flokka og unnu í hverjum
15—20 menn. Meiri hluti símaverka-
mannanna voru norskir. Þar unnu
einnig um 20 Danir.
Hinn 24. ágúst 1906 var sæsíminn
11
BLIK