Blik - 01.06.1972, Page 16
fólksins í landinu, leiddi ekki til auk-
ins sambands við ættfólkið og vini
þar í Suðurlandsbyggðum þrátt fyr-
ir allt!
Nú fannst forustumönnum ekki
lengur til setunnar boðið. Hefjast
skyldi handa og vinna að einu marki:
Sæsímastrengur skyldi lagður til
Eyja!
Séra Jes A. Gíslason skrifar: „Þeg-
ar í stað var hafin fjársöfnun meðal
einstakra manna. Þessi fjársöfnun
gekk svo greitt, — því að frekar vel
áraði, — að innan skamms fékkst
nægileg upphæð til þess að koma
þessu þarfasta fyrirtæki Eyjanna í
trygga höfn.“
Ojá, víst er þetta rétt og e. t. v.
ekki rétt þó hjá séra Jes. Það fer al-
veg eftir því,hvað við köllum skamm-
an tíma í þessu tilviki.
Hinn 22. maí (1911) boðuðu for-
göngumenn símamálsins í Eyjum til
almenns fundar í Goodtemplarahús-
inu. Húsfyllir var og kapp og hiti í
mörgum. Alþingi fékk þar sitt fyrir
afstöðu þess gagnvart Vestmannaeyja-
hyggð í þessu mikilvæga máli, rit-
síma- og talsímamálinu. Á fundi þess-
um var samþykkt einróma, að Vest-
mannaeyingar sjálfir skyldu leggja
símann milli Eyja og lands og koma
byggðinni í símasamband við lands-
byggðina. Til þess þurfti mikið fé á
þeirrar tíðar kvarða. Og fundarmenn
buðu fram fé; síðasti eyririnn skyldi
greiddur til þessa mikilvæga fram-
taks og fyrirtækis.
Á fundinum söfnuðust þegar 12
þúsundir króna. Það var mikið fé
14
Gísli J. Johnsen
kaupmaður, Breiðabliki.
árið 1911 og þó ekki nema fjórði
hluti þeirrar fúlgu, sem áætlað var
að kosta mundi að setja Vestmanna-
eyjabyggð í fullkomið símasamband
við landsbyggðina.
Samhliða því að safna fé í Eyjum
til framkvæmdanna var hafizt handa
um að stofna hlutafélag til að hrinda
verkinu í framkvæmd. Forustumað-
ur þeirra félagssamtaka var Gísli J.
Johnsen, útgerðarmaður og kaup-
maður m. m. Félag þetta kölluðu þeir
Rit- og talsímahlutafélag Vestmanna-
eyja. I 3. grein félagslaganna segir
svo: „Tilgangur félagsins er að stofna
og starfrækja rit- og talsímasamband
milli Vestmannaeyja og þeirra land-
símastöðva, sem hentast þykir, svo og
talsímasamband í Vestmannaeyjum.“
4. grein laganna var þannig orðuð:
„Stofnfé félagsins er 30 þúsund krón-
BLIK