Blik - 01.06.1972, Qupperneq 18
Eyjabúar um sambandiÖ milli byggð-
anna. Frændur eru á stundum frænd-
um beztir. Svo reyndust þeir í þessu
máli. Björgvin Vigfússon, sýslumað-
ur þeirra, beitti sér fyrir því í sýslu-
nefnd Rangárvallasýslu, að sýslan
legði fram úr sjóði sínum 6 þúsundir
króna til kaupa á hlutabréfum í þessu
sæsímafyrirtæki Vestmannaeyinga.
Það var mikið fé þá.
Jafnframt öllu þessu mikla starfi
tryggði formaður Rit- og talsíma-
hlutafélags Vestmannaeyja, G. J. J.,
sér og Eyjabúum í heild velvild og
hjálpsemi landsímastjórans, Norð-
mannsins 0. Forbergs, til þess að fá
leyfi landsstjórnarinnar til sæsíma-
lagningarinnar og símatengsla í heild
við landssímakerfið, og svo til kaupa
á sæstrengnum og öllum tólum og
tækjum til símans. Einnig verkfræði-
lega aðstoð við lögn hans bæði á sjó
og landi.
Ekki var það lítill styrkur þess-
um sérlegu framkvæmdum öllum, að
formaður Rit- og talsímafélagsins
tryggði Eyjabúum áhrif hinna mætu
manna, Jónanna beggja, sem skipuðu
sætin sín í stjórn félagsins.
Landsímastjórinn áætlaði, að allur
kostnaður við sæsímalögnina mundi
nema 37 þúsundum króna. í upphæð
þeirri átti að felast kaupverð sæ-
strengsins sjálfs, flutningur hans til
landsins og lögn hans yfir álinn milli
lands og Eyja. Þá fólst einnig í verði
þessu andvirði símastauranna, sem
nota þyrfti frá Garðsauka niður til
strandarinnar, suður á Hólmasand-
inn, og vinna við að grafa fyrir þeim
og koma þeim fyrir. Einnig þurfti
að kaupa öll tól og tæki í millistöðv-
arnar frá Garðsauka að Hólmasandi,
en þær voru Hemla, Miðey og Hólm-
ar. Milli Hólmasands og Eiðisins
skyldi strengurinn liggja.
Þess má skjóta hér inn, að allur
kostnaðurinn við þessa símalögn með
öllu og öllu nam 50 þúsundum króna.
Gísli J. Johnsen og stjórnarmenn-
irnir, sem búsettir voru í Reykjavík,
neyttu vináttu sinnar við fjárhags-
lega sterka aðila og svo áhrifaaðstöðu
til þess að útvega kaupendur að hluta-
bréfunum utan Eyja og svo lán, þar
sem hlutaféð hrökk ekki til.
Heimildir eru fyrir því, að þessir
einstaklingar og fyrirtæki keyptu
hlutabréf Rit- og talsímahlutafélags
Vestmannaeyja eins og hér segir:
Jón Magnússon,bæjarfógeti í Reykja-
vík og alþingism. Vestmannaeyja,
20 bréf.
Th. Krabbe, verkfræðingur, 20 bréf.
Det Danske Petroleum Aktieselskab
(D.D.P.A.), 20 bréf.
Holger Debell, 10 bréf.
Kaptajn Karl Trolle, 40 bréf.
August Flygering, kaupm., 10 bréf.
Jón Laxdal, kaupm., 10 bréf.
Hjalti Jónsson, skipstjóri, 20 bréf.
Jón Þorláksson, verkfræðingur, 4 br.
N. B. Nielsen, kaupm., 2 bréf.
Eggert Claessen, yfirréttarmálaflutn-
ingsmaður, 10 bréf.
Rangárvallasýsla 120 bréf.
Nú kostaði hvert bréf 50 krónur
samkv. 4. gr. félagslaganna. Þessi
296 bréf eru þá að verðmæti rúmlega
fjórðungur þeirrar upphæðar, sem
16
BLIK