Blik - 01.06.1972, Síða 19
þurfti til að greiða andvirði sæ-
strengsins og landsímans með öllu,
sem því fylgdi.
Sameinaða gufuskipafélagið
danska lánaði Rit- og talsímahlutafé-
lagi Vestmannaeyja 10 þúsund krón-
ur fyrir orð Gísla J. Johnsen. Það
lán var til 10 ára og vaxtalaust. Þessi
drengskapur hins danska skipafélags
þótti Eyjabúum mjög þakkarverður.
D.D.P.A. útvegaði skip til þess að
flytja sæsímastrenginn til landsins.
Von var á skipi til landsins með
sæstrenginn um miðjan ágústmánuð.
Þá tilkynningu hafði landsímastjór-
inn fengið. Þess vegna sendi hann
10. ágúst sex verkamenn með verk-
stjóra austur í Landeyjar. Þeir áttu
að láta ferja sig þaðan til Vestmanna-
eyja, þar sem þeim var ætlað að
undirbúa lögn sæstrengsins, áður en
skipið kæmi til Eyja.
Verkamönnum þessum fylgdi einn
af verkstjórum landsímastjórnar-
innar, Norðmaðurinn Kristján Björ-
næs.
Guðlaugur Nikulásson, bóndi í
Hallgeirsey, tók að sér að flytja
menn þessa til Eyja. Þeir ýttu frá
Landeyjasandi síðari hluta föstu-
dagsins 11. ágúst og komu í höfn í
Eyjum, þegar að kvöldi leið. Þeir
hrepptu blíðuveður yfir Alinn.
Þegar hér var komið sögu, hafði
Þórunn Jónsdóttir frá Túni í Eyjum
rekið matsölu í Þingholti við Heima-
götu (nr. 2) um tveggja ára skeið
eða svo.
Þarna fengu gestirnir satt hungur
sitt, er þeir komu til Eyja þreyttir og
svangir eftir róðurinn yfir sundið.
Liðið var nær miðnætti, þegar þeir
höfðu lokið við að matast. Þá kom
til þerna Þórunnar matsölukonu til að
losa sig við gestina og aflæsa húsi
fyrir nóttina. En þá kom babb í bát-
inn.
Eðlilegt fannst gestunum það, að
loka þyrfti húsi, þar sem liðið var
fast að miðnætti. En hvar áttu þeir
að gista? — 1 ljós kom, að þeim
hafði enginn gististaður verið ætlað-
ur. Aðeins höfðu forgöngumenn
símamálsins hugsað fyrir gistingu
norska verkstj órans.
Hann tók það hins vegar ekki í
mál að yfirgefa félaga sína fyrr en
þeim var tryggð gisting. Um þetta
var rætt aftur og fram. Endirinn
varð sá, að Þórunn veitingakona
varð að leyfa gestunum að búa um
sig í matstofunni í Þingholti. Þar
gisti líka norski verkstj órinn. Þarna
bjuggu þeir um sig ýmist á stólum
eða gólfinu og lágu við lánuð teppi
og svo yfirhafnir sínar, það sem
eftir lifði nætur.
Daginn eftir leituðu símamennirn-
ir á náðir frænda sinna í kauptún-
inu, eða kunningja eða þá annarra,
sem vildu hýsa þá „málefnisins
vegna“, þar til skipið kæmi með sæ-
símastrenginn og lögnin gæti hafizt.
Daginn eftir gistinguna í Þing-
holti, eða laugardaginn 12. ágúst,
tóku þeir þá ákvörðun að skemmta
sér á þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem
hófst þá eftir hádegi. Þá var það
Kvenfélagið Líkn, sem stóð fyrir
þjóðhátíðinni í Herjólfsdal. Gestirn-
BLIK 2
17