Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 20
ir fengu lánuð „sparifot“ hjá þeim,
sem áttu þau til skiptanna og
skemmtu sér síðan sérlega vel með
Eyjabúum þarna í Dalnum, þó að
dumbungsveður væri.
Mánudaginn 14. ágúst hófu svo
gestirnir sjö að undirbúa komu
skipsins með sæsímastrenginn. Stefnt
var að því að tök yrðu á að leggja
sæstrenginn milli Eyja og lands, þó
að brim yrði við Eiðið og Landeyja-
sand, þegar skipið kæmi.
Kaðall var lagður frá Hólmasandi
út fyrir yzta sandrifið og dufl haft
þar við endann og þungur stjóri.
Samskonar undirbúningur fór fram
norðan við Eiðið.
A sjálfri Maríumessunni, mánu-
daginn 15. ágúst, kom svo skipið
með sæsímastrenginn. Þetta var
þýzkur togari, „Polarstern“ (Pól-
stjarna) að nafni. Hófst þá strax
lögn sæsímastrengsins yfir sundið út
frá Eiðinu. Lögnin gekk sérlega vel,
enda bezta veður, — norðan kaldi og
bj artviðri.
Botninn norður af Eiðinu hafði
verið kannaður nokkuð, svo að tök
yrðu á að leggja strenginn á sem
hættuminnstum botni, fram hjá brík-
um og hraunsnögum, sem þar eru
víða á hraunbotninum. Dálítil sand-
geil fannst þarna á milli hraunbríka,
og var seilzt eftir að fylgj a henni svo
langt sem kostur var. Yegalengdin
eða strengurinn, sem lagður var,
reyndist vera 13 km.
Við sandinn varð skipið að liggja
langt frá landi vegna sandrifs þess,
er þar liggur svo að segja fyrir allri
ströndinni. En sökum hagfelds og
góðs undirbúnings gekk mjög vel að
koma sæsímastrengsendanum á land.
Þar voru margir menn í sandi, sem
lögðu ótrauðir hönd á plóginn og
drógu strengendann svo langt upp á
ströndina, sem þurfa þótti. Þungur
var drátturinn, því að strengurinn
var gildur.
Séra Jes A. Gíslason, skrifstofu-
stjóri Edinborgarverzlunar, getur
þess, að frá margra sjónarmiði hafi
þetta verið einhver mesti „happa-
dráttur“, sem þarna hafði verið á
land dreginn til hagnaðar og ham-
ingju öllum Suðurlandsbyggðum, og
þó fyrst og fremst Vestmannaeyja-
byggð.
Forberg landsímastj óri hafði fest
kaup á sæstrengnum, 13 km löngum.
Fyrstu 1500 metrarnir af honum út
frá Eiðinu voru gildari en strengur-
inn ella vegna hraunbotnsins þar
norður af og því hættu á sliti.
Þá annaðist landsímastjóri kaup á
öllu öðru efni, stóru og smáu, sem
þurfti til framkvæmdanna. Einnig
lánaði hann verkamenn frá Land-
símanum, menn, sem vanir voru
verkinu og höfðu, sumir a. m. k.,
tæknilega kunnáttu til brunns að
bera, svo að allt yrði rétt og vel
unnið.
Vitaskuld fékk landsímastj óri
skriflegt umboð frá Rit- og talsíma-
hlutafélagi Vestmannaeyja til þess að
framkvæma innkaupin og skuldbinda
félagið til greiðslu á öllu saman. Hér
birti ég umboðið til handa land-
símastjóra:
18
BLIK