Blik - 01.06.1972, Qupperneq 26
HALLDÓR MAGNÚSSON
Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum
Þaö gerðist á árinu 1912, að hér
var hafizt handa um aS reisa fiski-
mjölsverksmiSju. Upphaf þessa máls
var þaS, aS Gísli J. Johnsen, sem var
enskur ræSismaSur, komst í kynni
viS enskt félag í Grimsby, sem fram-
leiddi fiskimjöl í stórum stíl. Gísli
Jóhannsson Johnsen sá, aS hér
heima í Vestmannaeyjum var tilvaliS
aS setja á stofn slíka verksmiSju.
Sjálfur varS hann aS hafa verksmiSj-
una á sínu nafni samkvæmt landslög-
um, en félagiS byggSi raunar húsiS
og lagSi til allar vélar.
Þetta hrezka félag var afaröflugt
og átti fiskimj ölsverksmiSj ur víSs-
vegar á Englandi og hafSi yfir aS
ráSa miklu fjármagni.
HingaS kom svo skipiS meS vél-
arnar. ÞaS lagSist á Víkina, því aS
þá komust skip ekki inn á höfnina,
og varS því aS afgreiSa þaS „fyrir ut-
an“, eins og þaS var kallaS.
Sívalningarnir, þurrkararnir voru
einna þyngstir af vélahlutum þess-
um. Þeir voru þéttaSir til heggja
enda og síSan var þeim fleytt í land.
Flestum vélahlutunum var samt kom-
iS í land á uppskipunarbátum, sem
var hýsna erfitt, því aS engin lyfti-
tæki voru þá til aS lyfta þessum
þungu hlutum upp úr bátunum, aS-
eins tógblakkir knúSar handafli.
Einnig voru til svokallaSar kraft-
blakkir.
Þegar svo vélahlutirnir voru komn-
ir á land, þurfti aS flytja þá vestur í
verksmiSjuhúsiS. Sá flutningur fór
aS mestu fram á þann hátt, að köss-
unum, sem þeir voru í, var velt meS
hjálp tóga eSa „skrúftóga“, eins og
þau voru kölluS. Sumir verksmiSju-
hlutarnir voru umbúSalausir, svo
sem tveir suðukatlar. Þarna voru sex
suSuvélar og gufuvél. Hún var í heilu
lagi nema aflhjólið, sem var út af
fyrir sig. Gufuvélin átti aS skila 55
hestöflum, og gizka ég á, aS aflhjólið
hafi veriS um hálfur annar metri aS
þvermáli.
Allar vélar í þá daga voru mjög
þungbyggSar, því aS þær voru svo
efnismiklar. Því var einmitt hér til aS
dreifa.
Allar komust þessar vélar og véla-
hlutar á sinn staS aS lokum og verk-
smiSjan tók til starfa síSari hluta
aprílmánaSar 1913. Þá var verkr
smiSjan opnuS almenningi til sýnis
einn dag, og voru gestunum boSnar
24
BLIK