Blik - 01.06.1972, Qupperneq 28
boltum, svo að hægt var aS stilla
stöSu hverrar plötu frá ytra borði
byrðingsins. Bilið frá stálplötunni
út að innra borði sívalningsins var
sem næst 1/16 úr þumlungi. Oxull-
inn snerist innan í suðuvélarsívaln-
ingnum 3 snúninga á mínútu. A öðr-
um enda sívalningsins var stórt
snekkjutannhjól. Með reim var það
tengt við stálöxul, sem lá eftir endi-
löngu verksmiðj uhúsinu og var snúið
með afli gufunnar. Geysisterk reim
úr úlfaldahári var strengd milli afl-
hjóls gufuvélarinnar og hjóls á stál-
öxlinum, og þannig snerist hann og
sneri svo með sér öxlum suðuvél-
anna.
Þegar fiskbeinin í suðuvélinni voru
fullsoðin, var opnuð loka neðan á
sívalningnum, og ruddist þá efnið allt
út úr vélinni niður á gólfið. Þar varð
að breiða úr því til að kæla það, áð-
ur en því var mokað upp í sigtið.
Það af efninu, sem enn var svo gróft
að ekki fór í gegnum sigtið, var mal-
að í beinakvörn og sigtað síðan.
Mjölinu var síðan mokað á reim, sem
rann á milli tveggja sálsívalninga og
var annar sívalningur sá segulmagn-
aður. Á þann hátt hreinsaðist allt
járn úr mjölinu, allir línuönglar t. d.,
og var það mjög áríðandi, þar sem
mjölið var ætlað til skepnufóðurs.
Geta má þess, að segull þessi var
mjög kröftugur. T. d. um það má
geta þess, að eitt sinn kom í verk-
smiðjuna einn mesti kraftajötunn
Eyjanna. Lét ég þá 10 kg. lóð á
segulinn og bauð honum svo að losa
lóðið. Það hélt hann að væri auðvelt
verk. En það fór á annan veg. Hann
hreyfði það ekki, og hafði hann þó
gott tak á hanka lóðsins.
Svo var það í annað sinn, að mað-
ur nokkur fékk járnflís í augað eða
við augað. Hann fór til okkar ágæta
læknis, Halldórs heitins Gunnlaugs-
sonar, sem sendi manninn umsvifa-
laust inn í verksmiðju. Átti hann að
leggja augað að seglinum og halda
því við hann um stund. Þetta gerði
hann. Frá okkur fór svo maðurinn
til læknisins, sem skoðaði augað aft-
ur. Var þá járnflísin horfin.
Fyrst var hugmyndin að lýsa verk-
smiðjuna upp með karbítljósum, en
þau reyndust óþægileg. Þá var feng-
inn hálf kílóv. rafall til ljósafram-
leiðslunnar. Enda þurfti rafmagn til
að orka á segulinn, en segul þurftu
þeir ekki að nota í verksmiðjunum í
Englandi, því að þeir unnu ekki úr
beinum með járni í. Hér var hins
vegar mest allur fiskur þá veiddur á
línu og þess vegna mikið af önglum í
efninu.
Mikið þótti varið í rafljósin. Þetta
var algjör nýjung hér í bæ, þar sem
engin rafstöð var þá til hér og alls
staðar notuð olíuljós.
Eitt var það, sem gjörði rekstur
verksmiðjunnar erfiðan. Það var
vatnsskorturinn. Hans vegna bar það
oft við, þegar mikill var snjór, að
strákar höfðu atvinnu af að velta
snjókúlum að verksmiðjunni og
láta þær í brunna eða vatnsgeyma
hennar. En alltaf olli vatnsskorturinn
okkur sömu vandræðunum. Að lok-
um var hafizt handa og sprengdur
26
BLIK