Blik - 01.06.1972, Page 29
Fiskimjölsverksmiðja árið 1921.
niður vatnsgeymir eða brunnur fyrir
vestan og sunnan verksmiðj uhúsið.
Það var bæði erfitt og dýrt verk.
Brunnur þessi var 55 fet á dýpt, og
úr honum var vatninu dælt. Fyrst í
stað var aðeins örlítið salt í vatninu,
en þegar frá leið, reyndist vatnið í
brunni þessum jafn salt og sjórinn í
höfninni. Samt urðum við að nota
þetta vatn blandað vatni því, sem
fékkst af þaki verksmiðjunnar, þeg-
ar rigndi.
Framleiðslumagn verksmiðjunnar
var ein smálest af ágætu fiskimjöli á
hverjum 12 vinnutímum. Fiskúr-
gangur sá, sem við fengum til vinnslu,
var aðeins lítill hluti þess fiskúrgangs,
sem til féllst í verstöðinni. Mikið af
slógi og fiskbeinum var notað í kál-
garða og til túnræktar, en erfitt var
það ýmsum að koma þessum áburði
frá sér, þar sem engin bifreið var þá
í kauptúninu (kom fyrst 1919 til
Vestmannaeyja), og varð því að aka
þessum áburði á hestvögnum, sem
líka voru fáir til, eða á handvögn-
um og hjólbörum.
Allur flutningur á hráefni til verk-
smiðjunnar fór fram á hestvögnum
og svo eilítið á handvögnum.
Gísli J. Johnsen hafði fengið lóð
handa verksmiðjunni á grasivaxinni
flöt, sem var suður af Nýjahæjar-
klettum, sem voru vestast í Skild-
ingafjöru. (Hún var þar, sem drátt-
arbrautirnar eru nú.) Þetta var mjög
fagur staður, þar sem verksmiðjan
var byggð. Ég get til, að lóðin hafi
verið 5—6 þúsund fermetrar að
stærð. Hinn nýi eigandi lóðarinnar
lét girða hana mjög traustri trégirð-
ingu. Stólparnir voru úr 5x6 þuml-
unga trjám. Plankar voru negldir á
stólpana, og voru þeir tveggja þuml-
BLIK
27