Blik - 01.06.1972, Qupperneq 30
unga þykkir og fjögurra þumlunga
breiðir. Á þá voru þykkir rimlar
negldir. Girðingin mun hafa verið
um það bil tveggja metra há. Á móti
austri var 3,5 metra breitt hlið á
girðingunni, og hliðstólpar gildir og
fjögurra metra háir. Tré tengdu
saman efri enda hliðstólpanna.
Breiður akvegur var lagður vestur í
hlið verksmiðjunnar frá vesturenda
Strandvegarins.
Innin verksmiðjugirðingarinnar
var allt geymt, sem heyrði til verk-
smiðjunni og fór þar mest fyrir kol-
unum. Þau voru þar í háum byng og
stærstu kolastykkin lögð að byngn-
um allt um kring. Yfirmaður verk-
smiðjunnar, sem var brezkur,1 vildi
láta fara vel um kolin þannig, að
þau lægju á sem minnstum fleti.
Han gerði líka kröfu til þess, að
gengið væri sérlega vel um kolin,
þegar þeim var ekið inn í verksmiðj-
una að gufukatlinum.
Vertíðina 1914 var unnið látlaust í
verksmiðjunni og svo fram eftir vor-
inu. Þá var hráefnið þrotið, enda
komin vertíðarlok. Aðkomufólkið
var farið heim og bátum lagt við hól
sín á höfninni. Þar lágu þeir flestir
allt sumarið, en er hausta tók, voru
þeir bátar settir á land, er þurftu
viðgerðar við. Minni viðgerðir á
þeim voru framkvæmdar í fjörunni,
þar sem látið var fjara undan þeim.
Sumarið 1914 hurfu Englendingar,
sem unnið höfðu í verksmiðjunni, en
þeir voru tveir, — til Englands, og
1 Englendirigur þessi hét E. Peacock.
(Þ.Þ.V.)
komu þeir aldrei aftur, enda hófst
fyrri heimsstyrj öldin, er á sumarið
leið. Hún stóð 4 ár eða til 11. nóv.
1918, eins og vitað er, og var verk-
smiðjan ekki rekin styrjaldarárin og
þrem árum lengur, eða ekki fyrr en á
vertíð 1921.
Sumarið 1915 kom til Eyja enskt
flutningaskip og tók til útflutnings
allt fiskimjölið, sem eftir var í verk-
smiðjunni. Við fréttum síðar, að á
leiðinni út hefðu Þjóðverjar hertek-
ið skipið og farið með það til Þýzka-
lands. Þannig endaði þá fyrsti áfangi
verksmiðjurekstursins, að eigend-
urnir höfðu heldur lítið eftir í aðra
hönd.
Þessi f iskimj ölsverksmiðj a mun
vera sú fyrsta, er reist var hér á landi.1
Þó er rétt að geta þess hér, að
franskt félag hóf byggingu fiskimjöls-
verksmiðju á Eiðinu hér í Eyjum
nokkru áður en Gísli J. Johnsen
byggði sína verksmiðju. En hin
franska verksmiðja var aldrei nema
hálfbyggð. Hinn franski Brillouin í
Reykjavík var aflið í fyrirtæki þessu.
Mér var tjáð, að gufuketill í verk-
smiðju þessa hina fyrirhuguðu
hefði verið fluttur til Eyja á sínum
tíma. Það var allt vélakyns, sem til
hennar kom hingað. Grunnur verk-
smiðj uhússins sést enn á Eiðinu
sunnanverðu.
1 Það hefur ávallt verið nokkuð á huldu
um fjármagn það, sem verksmiðjan var
byggð fyrir. Að öllum líkindum hefur það
verið enskt að megin magni. Og fyrir of-
an skrifstofudyr verksmiðjunnar stóð þetta
letrað: „The Icelandic Fisheries Company,
Ltd. (Þ.Þ.V.).
28
BLIK