Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 37
gjörð mikil breyting á kyndingunni.
Aftur var tekin upp kolakynding, en
að miklu leyti sjálfvirk. Þá rifum
við gamla ofninn til grunna og hlóð-
um upp nýjan ofn eftir teikningum,
sem fyrir lágu. Þessi kyndingartæki
notuðum við nokkur ár. Þá komu
nýir tímar með nýjum og meiri kröf-
um til afkasta verksmiðjunnar, því
að útgerð og framleiðsla sjávaraf-
urða í Vestmannaeyjum fór mjög
vaxandi ár frá ári. Ný kyndingar-
tækni ruddi sér til rúms í verksmiðju-
iðnaði öllum. M. a. var nú tekið til
að kynda undir kötlum með gasolíu.
Og nú var svo komið þróuninni, að
Islendingar gátu smíðað veigamestu
kyndingartækin í verksmiðjuna. Héð-
inn hf. í Reykjavík smíðaði kynd-
ingartækin fyrir gasolíuna og tel ég
þau allra beztu endurbótina, sem
gjörð hefur þar verið. Síðar fengum
við þó ennþá fullkomnari kynding-
artæki. Þau brenna svartolíu, sem er
miklu ódýrari en gasolían.
Alvarleg slys hafa aldrei átt sér
stað í fiskimjölsverksmiðjunni nema
eitt sinn, er maður slasaðist á hendi,
þegar reim slitnaði og slóst í hend-
ina, svo að hún brotnaði illa. Það
var í aprílmánuði 1927. Fyrir guðs
náð hélt þó maðurinn hendinni með
því að hann aftók, að hún yrði tekin
af honum. Þessi maður var lengi
eftir slysið vélstjóri í Sænska frysti-
húsinu í Reykjavík. Hann er snilling-
ur í höndum og innir bæði grófar
smíðar og fitlsmíðar af hendi þrátt
fyrir slysið, er hann hlaut. Annars
var sú gæfa yfir öllum verksmiðju-
Astþór Matthíasson, forstjóri, Sóla.
rekstrinum, að lítið var um meiðsli
eða önnur óhöpp á mönnum.
Eftir að síld tók að berast til
vinnslu í Vestmannaeyjum í stórum
stíl, var hugsað til að afla nýrra og
fullkomnari tækja til þess að vinna
síldina. Um þetta leyti (1944) gerði
Vestmannaeyjakaupstaður út tvo tog-
ara. Þeir öfluðu mikið af karfa, sem
einnig var fluttur í verksmiðjuna til
vinnslu. Síldar- og karfahráefnið
krafðist nýrra tækja, ættu að verða
tök á að vinna úr því markaðsvöru.
Fyrir harðfengi og dugnað þeirra
manna, sem hér lögðu hönd á plóg-
inn og áttu mest í húfi um allan
rekstur verksmiðjunnar, tókst að afla
nothæfra tækja til síldar- og karfa-
vinnslunnar, þ. e. a. s. þess af karf-
anum, sem ekki var unnið í hrað-
frystihúsunum, en þar var hann flak-
aður til útflutnings.
Óhöpp á vélum verksmiðjunnar
BLIK
35