Blik - 01.06.1972, Síða 39
Nú eru allir gömlu ofnarnir úr
sögunni og ný gerð komin í staðinn,
öðruvísi gerðir en gamla dótið og
miklu fullkomnari. Þessir ofnar eru
miklu fyrirferðarminni en gömlu ofn-
arnir og þægilegri tæki á allan hátt.
Gömlu „pressunum“ var rutt úr vegi
og ný 5000 mála pressa sett í staðinn
með sjóðara og öllu öðru, sem þar
til heyrir. Þá hófst síldarvinnsla fyrir
alvöru til mótvægis við hina full-
komnu veiðitækni á síldarflotanum.
Nokkru síðar var keypt önnur 5000
mála pressa, og svo nýr gufuketill,
svo að nú eru þeir tveir. Nýjar afl-
vélar, dísilvélar, voru keyptar, því
að gömlu vélarnar voru orðnar úr-
eltar og allt of eyðslufrekar. Allar
þessar endurbætur á Verksmiðjunni
og fleiri en hér eru nefndar ollu því,
að framleiðsluafköst hennar uxu upp
í 140—150 smálestir mjöls á sólar-
hring. Og þó að svo mikið væri
framleitt af mjöli, barst svo mikið
hráefni að Verksmiðjunni, að hvergi
nærri hafðist við að vinna úr því.
Bæði skorti geymslurými fyrir mjöl
og hráefni. Afréð þá verksmiðju-
stjórnin að byggja nýjar þrær til
geymslu á hráefninu, síldinni, og
byggja um leið rúmmikla skála til
geymslu á framleiðslunni. Allt var
þetta framkvæmt og það á næsta ó-
trúlega skömmum tíma, því að hin
nýj a tækni til framkvæmda á erfiðum
verkum var notuð til hins ýtrasta.
Síldarþrær Fiskimjölsverksmiðj-
unnar hér eru held ég þær stærstu
nú hér á landi. Þær munu taka um
120 þúsund tunnur af síld. Þá hefur
Þorsteinn Sigurðsson, forstj., Blátindi.
nú verið lokið við að byggja nýtt
verksmiðjuhús utan um gamla húsið.
Síðan var það rifið og látið hverfa.
Það var búið að skila hlutverki sínu.
Nú nemum við staðar við árið
1967. Þá eru enn aukin afköst Verk-
smiðjunnar. Til þess er keypt ný 10
þúsund mála síldarpressa með gufu-
katli og öllu öðru, sem þar fylgir
verki og vinnslu.
Ég veit, að ýmsu er ábótavant hjá
mér um efni þessarar greinar um
Fiskimjölsverksmiðjuna gömlu í
Vestmannaeyjum, vöxt hennar og
þróun. Þó hefi ég látið til leiðast
fyrir beiðni Þ. Þ. V., að skrá þetta
til geymslu síðari tíma fólki og
fræðslu um stórmerkan lið í atvinnu-
lífi Vestmannaeyinga, eins og verk-
smiðjurekstur þessi hlýtur að teljast
frá upphafi.
BLIK
37