Blik - 01.06.1972, Page 40
Jóhann Stígur Þorsteinsson
frá Brekkum í Mýrdal
Jóhann fæddist að Brekkum 4.
september 1897. Foreldrar hans voru
bóndahjónin þar Þorsteinn Vigfús-
son og Sigurbjörg Stígsdóttir, sem
voru þá ábúendur jarðarinnar. Þar
ólst Jóhann upp og var elztur fimm
systkina sinna.
Svo sem venja hefur verið í sveit-
um landsins fyrr og síðar, urðu börn-
in á Brekkum brátt að sínu leyti
snar þáttur í lífsönn foreldra sinna,
sem voru fátæk að efnalegum gæðum.
Þegar svo hin yngri systkini uxu úr
grasi og vinnuaflið varð meir en
heimilið hafið brýna þörf fyrir, var
Jóhann látinn leita sér famfæris á
öðrum bæjum í sveitinni. Þannig
atvikaðist það, að hann gerðist ung-
ur vinnumaður í Garðakoti, þar sem
bjuggu hjónin Þorsteinn Bjarnason
og Sigurlín Erlingsdóttir.
Og þannig mótast og myndast ör-
lögin og ráðast, þegar stundir líða
fram.
Hjónin á Ketilsstöðum í Mýrdal
voru Guðmundur bóndi Guðmunds-
son og Rannveig húsfreyja Guð-
mundsdóttir. Þau áttu tólf börn og
bjuggu vitanlega við mikla fátækt
með þessa þungu ómegð. Mýrdælskir
bændur og konur þeirra sýndu það
jafnan í sambýlinu í sveitinni, að
samábyrgð í vissum skilningi var
ríkjandi þar í byggðum. Það sann-
aðist t. d. ljóslega, þegar slys bar þar
að höndum, eins og þau áttu sér stað
svo átakanlega við sjósókn frá hafn-
lausri ströndinni.
Eins var því varið, þegar mikil
ómegð hlóðst á hjón, svo að þau
áttu bágt með að framfleyta fjöl-
skyldunni án skorts og nauða. Þá
kom hin hjálpandi hönd til og létti
lífið og framfærsluna. Samábyrgðin
og samúðin mótaði og myndaði í
sameiningu hið fegursta í mannlíf-
inu, samhjálpina og drengskapar-
kenndina.
Eitt af börnum hjónanna á Ketils-
stöðum er frú Kristín Guðmunds-
dóttir að Strembugötu 4 hér í bæ.
Hjónin á Litlu-Hólum í Mýrdal,
Friðrik bóndi Björnsson og Halldóra
húsfreyja Magnúsdóttir, tóku hana
smábarn í fóstur til þess að létta
framfærslu hjónanna á Ketilsstöð-
um. Engin skyldleikasambönd voru
þó þar á milli. Aðeins mannúðar-
kenndin réði þeim gjörðum hjón-
anna á Litlu-Hólum.
38
BLIK