Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 44
Einar Sigurfinnsson.
innar: Ég gerðist félagsmaður good-
templarastúkunnar Bláfells og tók
eftir getu þátt í starfi hennar öll þau
ár, sem það varaði. Þar átti ég sam-
leið með góðum félögum á ýmsum
aldri og ánægjulegar stundir, þó að
fundarsókn væri mér erfið. — Vegna
starfs míns, þó að lítið væri, í því á-
gæta félagi eignaðistég nokkratrygga
vini í öðrum landshlutum, því að
stundum var ég fulltrúi stúku minnar
á þingum Reglunnar. — Já, templ-
arareglan, aldrei get ég oflofað þá
heillastund, þegar ég gekk henni á
hönd fyrir 65 árum. Og víst er um
það, að betri væri hagur og horfur
okkar kæru þjóðar, ef hugsjónir
Reglunnar og heillaverk hefðu verið
metin sem skyldi, hagnýtt og í heiðri
höfð.
Að ýmsu leyti var erfitt að búa að
Iðu. Heyskapur seintekinn, sam-
göngur stirðar og lögferjan þung
kvöð og stundum nokkur hætta henni
samfara. Þó tel ég gott að eiga þenn-
an kafla ævinnar í minningunum.
Vegna hans er ég margri reynslu rík-
ari.
A Iðu-árum mínum voru stórhá-
tíðir þjóðarinnar haldnar og að meg-
in hluta innan Árnessýslu: Alþingis-
hátíðin 1930 og Lýðveldishátíðin
1944. Og sú þriðja var í aðsigi: 9
alda afmælisminning biskupsstóls í
Skálholti. Síðasta sumarið mitt að
Iðu var hafinn undirbúningur þeirr-
ar hátíðar. Þá hófst endurbygging á
kirkju staðarins og íbúðarhúsi, og
hefur það framtak heppnazt vel eins
og merkin sýna. Þá var líka m. a.
gjörð ýtarleg rannsókn með upp-
grefti á grundvelli og undirstöðum
eldri dómkirkna þar á staðnum, leg-
stöðum biskupa o. fl. Því verki öllu
stjórnaði fornminjavörður, núver-
andi forseti þjóðarinnar, herra
Kristján Eldjárn. Varð ég honum þá
nokkuð kunnugur, — og að góðu.
Þau kynni okkar stöfuðu af því, að
ég var þá safnaðarstjóri Skálholts-
sóknar. Þetta heillaverk, sem þá var
unnið í Skálholti, heldur enn áfram
til heiðurs og gæfu landi og þjóð.
Og nú var svo komið, að búskap-
urinn var orðinn mér um megn.
Einkasonur okkar hjóna var kvæntur
og farinn í burtu frá okkur, — fluttur
til Vestmannaeyja. En þar hafði hálf-
bróðir hans búið um allmörg ár,
sonur minn frá fyrra hjónabandi.
42
BLIK