Blik - 01.06.1972, Page 50
Magnús Þórbergur Jakobsson
frá Breiðuhlíð í Mýrdal
Hann fæddist að Breiðuhlíð í Mýr-
dal 16. september 1903. Foreldrar
hans voru bóndahjónin þar, Jakob
Björnsson og Guðríður Pétursdóttir.
Þau hjónin voru bæði Mýrdælingar
í ættir fram, að mér er tjáð.
Hjónum þessum varð 10 barna
auðið og komust 6 þeirra til þroska-
ára. Eitt systkinanna er hér búsett
og hefur verið það um tugi ára,
Björn Jakobsson, starfsmaður Land-
símans hér í kaupstaðnum.
Árið 1907 hætti bóndahjónin Jak-
ob og Guðríður að búa í Breiðuhlíð
og fluttu þá með allan barnahópinn
sinn til Víkur, kauptúnsins í sýsl-
unni. 1 Vík stundaði Jakob Björns-
son bæði smíðar og sjósókn. Hann
var völundur bæði á tré og járn og
dugnaðarsjómaður, þegar hann snéri
sér að þeim störfum.
Hinn 26. maí 1910 voru Víkverjar
að skipa upp vörum úr vöruflutn-
ingaskipi, sem lá þar úti fyrir strönd-
inni. Þá brimaði skyndilega, svo að
slys hlauzt af. Sex menn drukknuðu
í lendingunni. Einn af þeim var
Jakob Björnsson fyrrum bóndi í
Breiðuhlíð.
Þá var það Sæmundur Jakobsson,
Magnús Þ. Jakobsson.
sonur þeirra hjóna, sem tók að sér
forsjá heimilisins með móður sinni,
ekkjunni Guðríði Pétursdóttur. Og
árin liðu og yngsti bróðirinn, Magn-
ús, náði fermingaraldri. Þá knúði
hin ofurharða lífsbarátta á, svo að
Magnús Jakobsson hóf að stunda sjó
með bræðrum sínum út frá hinni
hafnlausu strönd. Þannig liðu fjögur
næstu árin. Árið 1921 réru þrír
bræðurnir á einu og sama opna skip-
inu úr Víkurvör. Þá varð aftur slys.
Skipinu, sem bræðurnir réru á,
hlekktist á í lendingu. Eldri bræður
Magnúsar, Sæmundur og Kári,
48
BLIK