Blik - 01.06.1972, Side 59
Séra Jes A. Gíslason,
skrifstofustjóri.
Hinir skólanefndarmennirnir
Hummuðu bókun þessa fram af sér.
Létu ekki orð falla gegn henni.
Stefndu að sínu marki hinum arm-
inum til fulls sigurs í máli þessu. —
Enn hafði Páll ekki verið ráðinn í
stöðuna. 011 var gætnin bezt og
hummað gegn prumminu, eins og
þeir orðuðu það, sem bezt þekktu þá
allt sitt heimafólk í Eyjum.
Á þessum fundi (6. júní 1920)
mælti skólanefndin einróma með
þessum kennurum í stöðurnar við
skólann: Eiríki Hjálmarssyni á
Vegamótum, Ágústi Árnasyni í
Baldurshaga, ungfrú Dýrfinnu Gunn-
arsdóttur frá Hólmum í Landeyjum
og Sigurbirni Sveinssyni rithöfundi.
Um þessa kennara var enginn ágrein-
ingur.
Svo tók þá hinn „óhæfi skóla-
stjóri“, Páll Bjarnason, við skóla-
stj órataumunum í sínar hendur og
stýrði barnaskóla Vestmannaeyja
næstu 18 árin af rögg, festu og mik-
illi samvizkusemi.
Þegar Páll Bjarnason hóf skóla-
stj órastarfið haustið 1920, voru börn
á skólaskyldualdri (10—14 ára) í
barnaskóla Vestmannaeyja 190 tals-
ins. Þar að auki voru 130 börn í
bænum á aldrinum 8 og 9 ára, sem
„hvergi áttu sér kennslu vísa“, eins
og bókað er hjá skólanefnd. Hinum
nýja skólastjóra var falið að ráða
fram úr vandræðum þessara barna
eða réttara sagt foreldrum þeirra,
sem flestir fundu sárt til þess, hversu
skórinn kreppti illa að í þessum efn-
um. Skólastjóri skyldi stuðla að því
eftir megni, að þessi börn nytu til-
sagnar í undirstöðum námsins á
skyldustiginu. í þessum efnum var
þá helzt treyst á Eirík kennara
Hjálmarsson, sem stundað hafði hér
smábarnakennslu um tugi ára, eða
frá síðasta áratug síðustu aldar, af
mikilli kostgæfni, fórnarlund og
þrautseigju.
Nokkurt kennslugjald skyldu for-
eldrar eða aðrir framfærendur þess-
ara óskólaskyldu barna greiða og
var gjaldkera kaupstaðarins falið að
innheimta það.
Allt fór kennslu- og skólastjóra-
starfið vel og giftusamlega úr hendi
hjá Páli Bjarnasyni og samkennur-
um hans, eins og þegar hann var
skólastjóri á Stokkseyri. Oll skóla-
stjórn hans var markviss og traust
og agi góður í skólanum.
Margvíslegir erfiðleikar steðjuðu
57
blik