Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 62
7. Páli Bjarnasyni:
a. launa ........... kr. 500,00
b. aldurshækkun ........ — 400,00
c. dýrtíðaruppbót.....— 2280,00
kr. 3180,00
Ofannefndar upphæðir eruð þér
beðinn að greiða hlutaðeigendum
með 1/12 mánaðarlega fyrirfram og
færa greiðslurnar sem útgjöld vegna
framangreindra laga.“
Þetta tilkynnist skólanefndinni hér
með.
Guðm. Sveinbjörnsson
Gísli ísleifsson
Til skólanefndar í Yestmannaeyj-
um.
Þessi laun kennaranna voru þá
miðuð við 6 mánaða starf við skól-
ann.
Veturinn 1919—1920, þegar Páll
Bjarnason var kennari við barna-
skóla Vestmannaeyja, féll kennsla
niður um margra vikna skeið af
tveim ástæðum: miklum veikindum,
sem altóku mörg heimili í Eyjum þá,
og svo vegna eldiviðarskorts. Hvergi
fengust kol keypt. Þau voru ófáanleg
í landinu. Að sjálfsögðu leið allt
kennslustarfið fyrir þessa lokun skól-
ans; börnin misstu kennslu og voru
því illa undirbúin fyrir framhalds-
námið næstu árin.
Á fundi sínum 28. marz (1920)
vildu skólastjóri (B. H. J.) og skóla-
nefndarformaður fá því framgengt,
að skólaárið yrði framlengt til apríl-
loka til þess að bæta börnunum upp
að nokkru það, sem þau höfðu misst
í kennslu sökum lokunarinnar um
veturinn. Ekki urðu skólanefndar-
mennirnir á eitt sáttir í þessum efn-
um. Þó var að lokum samþykkt að
lengja skólaárið um einn mánuð með
þrem atkvæðum gegn tveim. Auð-
vitað hafði framlenging skólaársins
nokkurn kostnað í för með sér fyrir
kaupstaðinn eða bæjarsjóðinn.
Þessa samþykkt skólanefndarinnar
um lenging skólaársins notfærði síð-
an skólastjórinn (P. B.) sér árið eft-
ir. Þá fékk hann það samþykkt í
skólanefndinni mótyrðalaust, að
skólaárið í Eyjum yrði framlengt til
15. maí. Stjórnarráðið gat hins vegar
ekki fallizt á lenging þess nema til
aprílloka eins og árið áður. -— En
dropinn holar steininn, stendur þar.
Nokkuð hafði áunnizt, og aftur varð
ekki snúið í þessum efnum.
Þá þokaði skólastjóri einnig á-
fram framkvæmdum við skólahúsið.
Gler fékk hann í alla glugga og máln-
ingu á þá og þakið. Þá voru einnig
kjallaraveggir múrhúðaðir og and-
dyri byggt við útidyr á vesturstafni
til þess að verja húsið kulda. Erfið-
ast reyndist að koma fyrir skólpveitu
frá skólahúsinu. Það ráð var tekið
að sprengja svelg niður í hraunið
norðan við bygginguna og hleypa
skólpi þar niður. Það hafði margur
húseigandinn í Eyjum gert fyrr.
Og margir húseigendur áttu þá
eftir að hlíta því ráði, áður en skólp-
leiðslur voru lagðar í götur bæjarins.
Salerni barnaskólans voru byggð
á safnþró vestan vert við skólahúsið
og notuð þar um áraskeið. Enn
stendur sú bygging, og hefur verið
60
BLIK