Blik - 01.06.1972, Síða 63
noíuð í })águ skólans alla tíð ■—, nú
um árabil geymsla skólans.
Allar þessar auknu framkvæmdir
við skólahúsið nýja voru inntar af
hendi sumarið 1921 og kostuðu milli
20 og 30 þúsundir króna. Það var
mikið fé á þeim árum.
Ymsu fleira til eflingar skólastarf-
inu fékk Páll skólastjóri framgengt.
Hann fékk því t. d. til leiðar komið,
að samin var ný reglugerð handa
barnaskólanum og fékkst hún stað-
fest af stjórnarráðinu haustið 1921.
Samkvæmt henni skyldi barnaskóli
Vestmannaeyja starfa ár hvert frá 1.
október til 14. maí. — Jafnframt
varð það að samkomulagi, að allir
eldri kennarar skólans væru skipaðir
í stöður sínar, og því ekki lengur
ráðnir frá ári til árs, eins og verið
hafði frá stofnun barnaskólans 1880.
Annað árið, sem Páll Bjarnason
var skólastjóri í kaupstaðnum, var
nemendafjöldinn á skólaskyldualdri
259 alls. Auk þess var fjöldi barna
á aldrinum 8 og 9 ára, sem nutu ein-
hverrar kennslu undir skyldunámið,
svo að betri árangur næðist þar.
Allt þetta starf skólastjórans studdi
skólanefndarformaðurinn, Árni Fil-
ippusson, gjaldkeri, af drengskap og
einlægum hug til skólans og starfs-
ins í heild.
Haustið 1921 réðust að barnaskóla
kaupstaðarins tveir kennarar, sem
síðar áttu eftir að koma mikið við
fræðslustörf í Eyjum um árabil:
Hallgrímur Jónasson, sem starfaði
þar að kennslu við góðan orðstír
næstu 10 árin og endurreisti þar
sýslubókasafnið úr ömurlegustu van-
hirðu og vanmati —, og svo Halldór
Guðjónsson, sem varð skólastjóri
barnaskóla Vestmannaeyja að Páli
skólastjóra látnum og skólastjóri
Iðnskólans í kaupstaðnum jafnframt.
Ári síðar réðst að skólanum Bjarni
kennari Bjarnason, sem dvaldist í
Eyjum aðeins fá ár.
Haustið 1922 fékk Páll skólastjóri
því framgengt, að tekin var upp föst
leikfimikennsla við skólann. Hús-
rými var að vísu ekki annað en ein
stofan í kjallara skólabyggingarinn-
ar. Þar æfðu börnin standandi fim-
leikaæfingar á beru steingólfinu.
Samt var þetta spor stigið í rétta átt
og jók skilning skólanefndarmanna
og bæjarstjórnar á þörfinni á fim-
leikahúsi handa skólanum.
Hinn 6. febrúar 1923 sátu flestir
kennarar skólans skólanefndarfund,
þar sem fræðslumál barnanna voru
til umræðu. Þarna fóru fram alhliða
og ítarlegar umræður um ástandið
yfirleitt í skóla- og fræðslumálum
bæjarins, þar sem heimilin vanræktu
áberandi þá hlið uppeldisins, sem
laut að námi óskólaskyldu barnanna,
barnanna á 8 og 9 ára aldrinum.
Á annatímanum mikla að vetrin-
um, vertíðinni, áttu heimilin í Eyj-
um yfirleitt erfitt með að sinna
heimanámi barnanna. -— Á þessum
fundi kennaranna, skólastj órans og
skólanefndarinnar sameiginlega var
skýrsla skólamannanna á þessa leið:
Af 93 börnum á aldrinum 8 og 9
ára, sem þeir höfðu prófað, reyndust
17 nokkurn veginn læs, 64 börn voru
BLIK
61