Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 70
tvofaldast á s. 1. 20 árum. Nokkru
munaði þar að sjálfsögðu um lækkun
skólaskyldualdursins úr 10 árum í 8
ár. En þá ber okkur einnig að muna
það, að barnaskóli Aðventista í bæn-
um tók til starfa á þessu tímaskeiði
(1929) og sóttu hann árlega 60—70
börn, þegar fram leið.
Páli skólastjóra hafði tekizt að fá
barnaskólabygginguna stórlega bætta
og endurbætta. Þá hafði hann fengið
því framgengt, að leikfimihúsið var
byggt og efri hæð á það, þar sem
fengust tvær kennslustofur og kenn-
arastofa. Og á hanabjálka þeirrar
byggingar fékkst einnig húsrými til
nauðsynlegra nota. Aðstaða öll til
bóklegrar kennslu í skólanum hafði
sem sé batnað stórlega. Jafnframt
batnaði einnig aðstaðan til að kenna
stúlkum handavinnu, — gera hana
fastan lið og fjölþættari í náminu. í
þeim efnum beitti Kvenfélagið Líkn
áhrifum sínum til framgangs þeirri
hugsjón og fórnaði til þess nokkru
fé.
Hins vegar voru enn engin tök á að
kenna sveinum handavinnu, t. d.
smíðar. Þá skorti enn húsrými og svo
fé til tækjakaupa. En þann hnút
leystum við Páll í vinsamlegri sam-
vinnu, með því að Gagnfræðaskólinn
lánaði barnaskólanum handavinnu-
stofu sína, verkstœði sitt, í leiguhús-
næði sínu að Breiðabliki (eftir 1935).
Þar fengu barnaskólanemendurnir
einnig aðgang að öllum smíðatækj-
um Gagnfræðaskólans. Skólarnir
komu sér þá saman um einn og sama
smíðakennarann.
Fleira fékk Páll skólastjóri fram-
gengt börnunum til velfarnaðar og
foreldrunum til vildar. Er mér þá rík-
ast í huga starf Leifs tannlæknis Sig-
fússonar við skólann. Og svo lýsis-
gjafirnar á tímum fj árhagskreppu
og fæðuskorts, svo að börn liðu af
krankleika. Ekki átti mjólkurskortur-
inn í bænum lítinn þátt í því böli.
Hinn almenni krankleiki barna þá og
unglinga var hryggskekkja og blóð-
leysi. Orsakirnar leyndust tæplega.
Yissulega átti skólanefndarformað-
urinn, Árni Filippusson, sinn ríka
þátt í framförum þessum á fyrstu ár-
um kreppunnar og þrátt fyrir þau,
meðan hans naut við, en hann lézt
1932. Hann ól með sér brennandi á-
huga á framfaramálum barnaskólans.
Hann naut jafnan trausts og tillits hjá
hinum alls ráðandi valdsmannahópi
í bæjarfélaginu, þar sem innsti kjarn-
inn bar konsúlatitilinn. Árni skóla-
nefndarformaður var víðsýnn um
fræðslu- og skólamál, enda barna-
kennari frá fyrri árum, svo sem
greint er frá í 3. kafla Sögu barna-
fræðslunnar í Vestmannaeyjum, og
ég birti í Bliki mínu árið 1962.
Við andlát Árna Filippussonar
breyttust viðhorfin. Tóku þá veður
að gerast válynd á sumum sviðum
fræðslumálanna í bæjarfélaginu.
Um það bil tóku valdamennirnir í
bænum að hugsa alvarlega um valda-
aðstöðu sína og hættur þær, sem
kynnu að henni að steðja. Blikur
voru á lofti, sumar óneitanlega geig-
vænlegar og þess vegna engin ástæða
til að sýna þeim einskært tómlæti.
68
BLIK