Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 76
Undanfarnar vikur hafði Páll
skólastjóri legið rúmfastur og stund-
um þjáður. Síðustu sjö árin hafði
heilsa hans verið slök og farið versn-
andi.
Skólastjóri settist nú upp við dogg,
þótt þjáður væri, og tók að skrifa
varnarorð fyrir stofnun sína, —
svara hinum nafnlausa höfundi,
huldumanninum heiftþrungna.
Þegar skólastjóri hafði lokið svar-
grein sinni, sendi hann hana Víði til
birtingar. En þar var henni hafnað.
Ritstjórinn vildi gjarnan birta hana,
— fannst það drengskaparbragð við
skólastj órann, en hann réð þá mjög
litlu um efni blaðsins, þegar á reyndi.
Við það varð hann að una eða víkja
ella.
Svargrein skólastj órans birtist síð-
an í Framsóknarblaðinu 18. nóvem-
ber um haustið. Svargrein sína kall-
aði skólastjórinn „Arás hrundið“, og
birti ég hana hér orðrétta til skiln-
ingsauka á þessum kafla fræðslu-
sögu Vestmannaeyjabyggðar, enda
síðustu orðin, sem hinn gagnmerki
skólamaður skrifaði í þessu lífi, því
að tæpum þrem vikum síðar lá hann
liðið lík.
„ÁRÁS HRUNDIÐ
„Víðir“, 30. okt. þessa árs, flytur
nafnlausa grein á 3. síðu. Greinin
hlýtur að vera aðsend, því að ritstjóri
blaðsins hafði þá verið burtu lengur
en svo, að líklegt sé, að hann hafi
skrifað hana.
Greinarhöfundur minnist á leikvöll
barnaskólans og gerir lítið úr því, að
honum sé áfátt. Þeir, sem vilja vita
það sanna um útlit vallarins, fræð-
ast bezt um það með því að ganga
um hann í hláku, og helzt ausandi
rigningu, sem er hér nokkuð tíð. Það
er betra en blaðagrein. En það þarf
víðar leikvöll en við skólann. Til-
raunir hafa verið gerðar til að fá
bætt úr þeim skorti, og verður ekki
fjölyrt um það frekar hér.
Greinarhöfundur telur ráðlegt að
skyggnast um á kennarastofunni. Það
væri æskilegt, að forráðamenn bæj-
arins gerðu það. Þeim gæfi þá á að
líta, hve rausnarlega hefur verið lagt
til kennsluáhalda skólans hin síðustu
ár, svo að hann njóti sín sem „and-
leg fræðslustofnun“. Það er verið að
reyna að bjargast við það, sem til er,
og það er allt til sýnis á kennarastof-
unni.
Flestum er það kunnugt, að nú er
lagt fast að skólanum með að rækja
einnig líkamsuppeldið, bæði með í-
þróttum og vinnu. Við búum vel með
leikfimihús og sundlaug, en vantar
tilfinnanlega góðan leikvöll og bað
við skólahúsið. Handavinnu vantar
alveg fyrir alla drengi skólans, því að
til hennar vantar allt, sem hafa þarf.
Greinarhöf. hefur þungar áhyggj-
ur út af innræti kennaranna og ber á
þá svo þungar sakir, að það má ekki
standa ómótmælt. Það er að vísu
ekki ný bóla, að skólar og kennarar
fái hnútur, maklegar og ómaklegar,
en það er siður alira gætinna skóla-
manna að leiða það hjá sér í lengstu
lög. En þar fyrir er ekki sjálfsagt, að
74
BLIK