Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 80
Mynd þessi er úr dýrðlinga-myndasafni
ungnazista í Vestmannaeyjum, komin í
eigu Bliks eftir krókaleiðum.
völlinn í austan rigningu eins og
skólastjórinn gerir, er svo vanhugs-
aS, að ekki verður um það rætt hér.
Það er vitanlegt, að hér í bænum er
til barnaleikvöllur (Stakkagerðistún-
ið) sem ég tel að mér sé óhætt að
fullyrða, að er að dómi bæjarbúa yf-
irleitt og reyndar margra annarra,
sem um hann hafa gengið, í mjög
góðu ásigkomulagi. En ef dæma ætti
þetta svæði, eftir því sem það lítur út
þegar mest rignir, er ég ekki viss um
að það yrði lengur talið nothæft.
Völlur sem ætti að vera nothæfur í
hvaða veðri sem er, yrði að vera yf-
irbyggður, og ég er ekki viss um að
svo mjög holt yrði álitið að börnin
kæmu aldrei út undir bert loft þann
hluta dagsins sem skólavistin stend-
ur yfir.
Annars er það dálítið einkennilegt,
að skólastjórinn skuli nú fyrst, eftir
að farið er að ræða þetta mál opin-
berlega, vakna fyrir alvöru með að
bæta þurfi leikvöllinn. Um mína af-
stöðu til þessa máls vil ég segja P. B.
það, að ég hef gengið um þetta svæði
í votu og þurru og tel, eins og ég hef
áður tekið fram, að það þurfi ein-
hverra endurbóta við og mun stuðla
að því eftir getu, ef ég tel að fjár-
hagur bæjarins leyfi það.
Um gagnrýni P. B. á áhöldum skól-
ans er það eitt að segja, að það mun
sennilega vera einsdæmi að nokkur
skólastjóri hafi leyft sér slíkt á opin-
berum vettvangi. P. B. hefur fylgzt
með þróun og framgangi skólans,
bæði sem kennari og skólastjóri, frá
því að hann var starfræktur í mjög
svo litlum húsakynnum niðri í bæn-
um með tveimur eða þremur kenn-
urum — og þar til nú. Hann veit það
vel, að skólabyggingin sjálf hefur
kostað Vestmannaeyjabæ á þriðja
hundrað þúsund, auk þess sem hæj-
arsjóður árlega leggur fram til hans,
bæði til viðhalds eignarinnar, áhalda-
kaupa og annarra þarfa skólans 40
til 50 þúsund krónur.
Eg veit vel, að þessari gagnrýni P.
B. er slegið fram í fljótfærni til þess
að reyna að hefna sín á mér og öðr-
78
BLIK